Mannlegi þátturinn á Rás 1: Fjallað um Taktu stjórnina

Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir sálfræðingur og ritari ADHD og Elín H. Hinriksdóttir sérkennari og formaður ADHD voru gestir Mannlega þáttarins á rás eitt í liðinni viku. Þar kynntu þær fræðslunámskeið og ráðgjöf fyrir fullorðna með ADHD, "Taktu stjórnina". Samtökin bjóða á ný upp á slík námskeið og stendur innritun nú yfir á námskeið sem hefst 1. febrúar.

Taktu stjórnina - Fræðslunámskeið fyrir fullorðna

ADHD samtökin bjóða á ný upp á fræðslunámskeið og ráðgjöf fyrir fullorðna með ADHD. Námskeiðið nefnist "Taktu stjórnina" og stendur í 10 klukkustundir. Námskeiðið hefst mánudaginn 1. febrúar og lýkur mánudaginn 15. febrúar. Skráning er hafin á vef samtakanna en fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

GPS-námskeið fyrir stelpur - Skráning hafin

Líkt og fyrri ár, bjóða ADHD samtökin upp á sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir unglinga. Námskeið fyrir stelpur í 8. til 10. bekk hefst laugardaginn 6. febrúar 2016 en foreldrakynning verður föstudaginn 5. febrúar. Námskeiðið er haldið í sal ADHD að Háaleitisbraut 13 í Reykjavík og er skráning hafin á vef ADHD.

Lokað í dag vegna útfarar Bjarkar Þórarinsdóttur

Björk Þórarinsdóttir, fyrrverandi gjaldkeri og formaður ADHD samtakanna verður jarðsungin frá Lindakirkju í dag. Skrifstofa ADHD verður lokuð af þeim sökum í dag.

Gleðilegt nýtt ár

ADHD samtökin óska félagsmönnum, velunnurum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs. Takk fyrir samskiptin á liðnu ári og allan hlýhug og stuðning á árinu 2015. Megi nýtt ár færa okkur öllum gæfu og gleði.

Gleðileg jól

Stjórn og starfsfólk ADHD samtakanna óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og velfarnaðar á komandi ári, með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða. Skrifstofa ADHD Samtakanna verður lokuð frá og með 22. desember. Skrifstofan opnar að nýju 4. janúar 2016 kl. 13:00

Andlát: Björk Þórarinsdóttir fyrrum formaður ADHD er látin

Björk Þórarinsdóttir fyrrverandi gjaldkeri og formaður ADHD samtakanna er látin. Björk var 51 árs að aldri þegar hún varð bráðkvödd fimmtudaginn 17. desember.

Virðum mannréttindi allra barna - Áskorun til stjórnvalda

ADHD samtökin hafa ásamt fjórum öðrum samtökum, sem vinna að réttindum og velferð barna, sent áskorun til stjórnvalda þar sem skorað er á þau að fara að lögum og tryggja börnum rétt sinn.

Marklausar yrðingar alþingisbola

"Mig setti hljóðan við orð Haraldar Einarssonar á Alþingi þann 12. nóvember, þar sem þingmaðurinn fullyrti „að draga mætti úr eða nánast lækna 63% þeirra sem greinast með ADHD með breyttu mataræði“. Máli sínu til stuðnings vísaði Haraldur til bókarinnar Meltingarvegurinn og geðheilsa eftir Dr. Natöshu Campbell-McBride. Sagði efnið nokkuð torlesið, en ítrekar að höfundur rökstyðji mál sitt rækilega. Mér væri ljúft og skylt að senda Haraldi nokkra tengla til upplýsingar," skrifar Vilhjálmur Hjálmarsson, einstaklingur með ADHD í Fréttablaðið í dag.

Best að biðtíminn væri enginn

"Auðvitað gæti maður sagt að best væri að biðtíminn væri enginn, en landlæknir hefur sett fram viðmið um biðtíma eftir ýmissi þjónustu innan heilbrigðiskerfisins. Að áliti embættis landlæknis ætti bið eftir sérfræðiþjónustu ekki að vera lengri en þrír mánuðir. Vissulega væri slíkt æskilegt," sagði heilbrigðisráðherra meðal annars í svari við fyrirspurn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur formanns velferðarnefndar á Alþingi.