23.02.2016
Átta frjáls félagasamtök, sem öll vinna á einn eða annan hátt í þágu barna og unglinga, taka heilshugar undir hvert orð sem fram kemur í nýútkominni skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis um geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga. Félögin skora á stjórnvöld að bregðast nú þegar við athugasemdum sem fram eru settar í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Frjáls félagasamtök hafa til fjölda ára, ítrekað vakið athygli á ástandinu og afleiðingum aðgerðaleysis. Í áskorun félaganna segir að nú sé lag til að láta verkin tala og þau treysti því að ráðamenn sýni skilning sinn í verki.
23.02.2016
Að mati Ríkisendurskoðunar er sá langi biðtími sem hefur einkennt geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga óviðunandi. Auk þess að ganga gegn lögbundnum skyldum ríkisins stefnir þessi bið bæði langtímahagsmunum þess og velferð borgaranna í tvísýnu. Ef ekki er tekið á markvissan hátt á geðheilsuvanda barna og unglinga um leið og hans verður vart aukast til muna líkur þess að þungbærar og langvarandi afleiðingar, jafnvel örorka, komi síðar fram. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis um geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga.
17.02.2016
ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund í kvöld miðvikudaginn 17. febrúar kl. 20:30 fyrir foreldra barna og ungmenna með ADHD. Yfirskrift fundarins er "Hegðunarvandi og neysla" og leiðir Sólveig Ásgrímsdóttir fundinn. Fundurinn verður að Háaleitisbraut 11-3, í fundarsal á 4.hæð. Allir velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
15.02.2016
Fræðslunámskeið fyrir foreldra 6-12 ára barna með ADHD verður haldið í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, Reykjavík, laugardagana 27. febrúar og 5. mars 2016. Skráning er hafin á vef ADHD.
10.02.2016
ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund í kvöld, miðvikudaginn 10. febrúar kl. 20:30 fyrir fulloðna með ADHD að Háaleitisbraut 13. Yfirskrift fundarins er "Áskoranir daglegs lífs" og leiðir Drífa Pálín Geirsdóttir fundinn. Allir eru velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
08.02.2016
Unglingar sem glíma við einkenni athyglisbrests og ofvirkni þurfa meiri svefn en jafnaldrar þeirra sem ekki glíma við slíkt. Þetta er niðurstaða rannsóknar vísindamanna við Háskólann í Bergen í Noregi. Hún birtist í fræðiritinu Behavioral Sleep Medicine. RÚV greinir frá.
27.01.2016
ADHD samtökin minna á spjallfund í kvöld, miðvikudag 27. janúar, fyrir foreldra og forráðamenn. Yfirskrift fundarins er "svefnvandi barna og morgunrútína". Elín H. Hinriksdóttir, sérkennari og formaður ADHD leiðir fundinn. Fundurinn verður að Háaleitisbraut 13 - 4.hæð og hefst klukkan 20:30. Allir velkomnir í kaffi og notalega stund án endurgjalds.
26.01.2016
„Lyfin eru aðalmeðferðin við ADHD og mjög stór hluti þeirra sem taka þau fá af þeim hjálp. Það hefur ekki verið sýnt fram á að eingöngu markþjálfun eða sálfræðimeðferð gefi marktækan árangur.“ Þetta sagði Þórgunnur Ársælsdóttir, formaður Geðlæknafélags Íslands meðal annars í viðtali við Spegilinn á RÁS 1. Spegillinn hefur að undanförnu fjallað ítarlega um áform heilbrigðisráðherra þess efnis að draga úr notkun ADHD-lyfja.
20.01.2016
„Ég var eiginlega búinn að gefast upp á því hvernig mér leið. Að geta aldrei sest niður og einbeitt mér að einum einasta hlut, að geta stundum ekki hlustað á börnin mín eða konuna mína,“ segir Stefán Karl Stefánsson leikari í samtali við RÚV. Hann upplýsti á Facebook-síðu sinni í gærkvöld að hann hefði notað lyf við ADHD frá því snemma á síðasta ári. Hann tengdi við frétt Spegilsins þar sem fram kom að Íslendingar ættu heimsmet í notkun lyfja gegn athyglisbresti og ofvirkni. Stefán Karl segir alltaf jafn fyndið að lesa svona greinar frá hinum yfirborðslega heimi „um að við, sem loksins erum komin á lyfin sem þið viljið að við tökum, séum nú farin að misnota þau líka.“
19.01.2016
Fyrsti spjallfundur ársins 2016 verður í fundarsal ADHD annað kvöld, miðvikudag 20. janúar klukkan 20:30. Fundurinn er fyrir fullorðna með ADHD og verður umfjöllunarefnið Styrkleikar ADHD. Fundurinn verður að Háaleitisbraut 13 - 4. hæð og hefst klukkan 20:30. Ásta Sóley Sigurðardóttir leiðir fundinn. Allir velkomnir í kaffi og notalega stund án endurgjalds.