19.09.2016
ADHD samtökin hafa efnt til samstarfs við Ragnhildi Bjarkadóttur og Hjördísi Unni Másdóttur, meistaranema í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Þær hyggjast rannsaka áhrif kjarnaeinkenna og fylgiraskana ADHD á bjargráð og samskiptafærni í parasamböndum. Óskað er eftir þátttakendum í rannsóknina, pörum sem eru í sambúð og hafa verið í a.m.k. sex mánuði.
14.09.2016
Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands eru veitt þeim sem hafa með verkum sínum stuðlað að einu samfélagi fyrir alla og endurspegla nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks. Verðlaunin eiga að efla frumkvæði til nýrra verkefna og hugmyndavinnu í málaflokknum og skapa jákvæða ímynd fyrir fatlað fólk. Þau eiga að vera hvatning til að gera enn betur til innleiðingar á samfélagi sem endurspeglar einkunnarorð ÖBÍ, eitt samfélag fyrir alla. Lokadagur tilnefninga er á morgun - 15. september.
14.09.2016
ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund í kvöld - miðvikudaginn 14. september. Fundurinn í kvöld er ætlaður fullorðnum með ADHD. Hann verður að Háaleitisbraut 13, í fundarsal á 4.hæð og hefst klukkan 20:30. Drífa Pálín Geirs leiðir fundinn en yfirskrift hans er "Við erum einstök". Allir velkomnir.
29.08.2016
„Þetta er mesta sóun sem hægt er að hugsa sér", segir framkvæmdastjóri ADHD samtakanna, en yfir sextíu prósent fanga í íslenskum fangelsum eru haldnir ADHD, eða ofvirkni með athyglisbresti. Úrræði vantar fyrir fanga með greininguna hér á landi.
29.08.2016
Spjallfundir ADHD samtakanna fyrir foreldra og forráðamenn barna með ADHD og fyrir fullorðna með ADHD hefjast á ný í lok ágúst. Fyrsti fundurinn verður miðvikudaginn 31. ágúst í fundarsal ADHD að Háaleitisbraut 13. Þar verður starfsemi ADHD kynnt, Sjónarhóll kynnir sína starfsemi og Aðalheiður Sigurðardóttir flytur fyrirlestur sem hún nefnir "Fögnum fjölbreytileika".
25.08.2016
Ekki eru til tölur um fjölda barna sem greind eru með ADHD hér á landi þrátt fyrir fyrirmæli Landlæknis um að skráning á greiningunni sé skýr. Formaður ADHD samtakanna, segir brýnt að samræmd skráning verði skýr í lögum svo hægt sé að taka til hendinni í málaflokknum.
24.08.2016
Miðvikudaginn 31. ágúst, bjóða ADHD samtökin, Einhverfusamtökin og Sjónarhóll – ráðgjafarmiðstöð ses. félagsmönnum sínum upp á kynningu og opinn fyrirlestur. Fyrirlesturinn verður í fundarsal 4.hæð, Háaleitisbraut 13 og hefst klukkan 20:00
24.08.2016
Fimmtudaginn 1. september, bjóða ADHD samtökin, Einhverfusamtökin og Sjónarhóll – ráðgjafarmiðstöð ses. félagsmönnum sínum upp á kynningu og opinn fyrirlestur á Akureyri. Fyrirlesturinn verður í sal Brekkuskóla v/Skólastíg á Akureyri og hefst klukkan 20:00
22.08.2016
ADHD samtökin bjóða upp á sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir stelpur í 8. til 10. bekk nú í haust. Hafið samband við ADHD samtökin vegna skráningar.
29.06.2016
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2016 fer fram þann 20. ágúst og verður þetta í þrítugasta og þriðja sinn sem hlaupið er haldið. 146 góðgerðafélög taka þátt í áheitasöfnun hlaupsins. ADHD samtökin eru meðal fjölmargra félagsamtaka sem þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni geta hlaupið fyrir og um leið vakið athygli á málstaðnum. Áheitasöfnun fer fram á vefnum hlaupastyrkur.is