Þorsteinn Eyþórsson, 62 ára Borgnesingur, lagði fyrir stundu af stað hjólandi hringveginn. Þorsteinn eða Steini lagði upp frá Geirabakaríi í Borgarnesi og áætlar að ljúka hringnum viku eftir þjóðhátið. Hann segir þessa ferð fyrst og fremst vera áskorun á sjálfan sig en einnig ætlar hann að láta gott af sér leiða og safna peningum fyrir ADHD samtökin.
ADHD samtökin eru Steina afar þakklát fyrir framtakið, með því vekur hann athygli á málefnum einstaklinga með ADHD og fjölskyldna þeirra.
„Þetta málefni stendur mér nærri en ég á nokkur barnabörn sem eru greind með ADHD. Ég ætla ekki að vera með neinn æsing og stefni á að taka 16 daga í þetta. Það eru svona að meðaltali um 85 kílómetrar á dag,“ segir Steini í viðtali við Skessuhorn.
Steini byrjaði að hjóla fyrir tveimur árum og hjólaði Snæfellsnesshringinn síðasta sumar. Eftir það hefur hann verið staðráðinn í að hjóla hringveginn.
Steini áætlar að hjóla frá Borgarnesi í Hrútafjörði dag þar sem hann hvílist fyrir næsta legg á morgun. Blönduós er næsti áfangastaður, því næst uppá Öxnadalsheiði við Bakkasel, þaðan til Akureyrar en Steini áætlar að vera þar á laugardag. Síðan liggur leiðin um Austur- og Suðurland en hann ráðgerir að koma heim í Borgarnes fimmtudaginn 23. júní.
Anna þórðardóttir, eiginkona Steina ætlar að fylgja honum á bíl, þar sem hann getur sofið og nærst.
Hægt er að fylgjast með ferðalagi Steina á facebook - síðan heitir Athygli já takk hjólað hringinn
Eins og áður segir hjólar Steini hringinn í þágu einstaklinga með ADHD.
Reikningsnúmer söfnunarinnar er:
Banki
|
|
0354
|
HB
|
|
13
|
Reikningur
|
|
200093
|
Kennitala
|
|
100354-7569
|
|
|
|
Þorsteinn Eyþórsson, Steini |
|
Steini mætti í Geirabakarí snemma í morgun og fékk orku fyrir átökin framundan |
fb-síða átaksins