ADHD samtökin hafa nú tekið í sölu"Útrásarteygjur" eða Bouncy Bands. Teygjurnar eru sérlega góðar fyrir einstaklinga með ADHD og þá sem glíma við fótaóeirð og hreyfiþörf.
Tvær tegundir eru í boði, teygjur sem festar eru á borðfætur og teygjur sem festar eru á stólfætur.
Innanmál hólka er 1 1/2". Einnig er hægt að fá stærri hólka (2 1/8" og 3") en þá þarf að sérpanta.
Almennt verð á teygjunum er kr. 2.500,- fyrir stykkið en félagsmenn í ADHD fá 20% afslátt og greiða kr. 2.000,- fyrir stykkið. Sendingarkostnaður kr. 500,- bætist við innkaupsverð.
Hönnuður teygjanna er Scott Ertl, grunnskólaráðgjafi í Winston-Salem, Norður-Karólínu. Hugmyndina að útrásarteygjunum fékk Scott þegar hann leitaði lausna við fótaóeirð og hreyfiþörf grunnskólabarna í sínum skóla.
Útkoman er einföld, hljóðlát og virkar fullkomlega.
Útrásarteygjurnar eru ekki eingöngu fyrir einstaklinga með ADHD, þær koma öllum að gagni.