18.10.2017
ADHD samtökin gáfu í dag út bókina „Ferðalag í flughálku – Unglingar og ADHD“ eftir Sólveigu Ásgrímsdóttur, sálfræðing og fyrrverandi forstöðumann á Stuðlum. Höfundur tileinkar bókina starfsfólki og skjólstæðingum Meðferðarstöðvar ríkisins að Stuðlum. Efnt var til útgáfuhófs í verslun Pennans við Austurstræti þar sem Þorsteini Eyþórssyni var afhent fyrsta eintak bókarinnar. Þorsteinn hjólaði hringinn síðastliðið sumar, safnaði áheitum og tryggði fjárhagslegan grundvöll útgáfunnar.
18.10.2017
ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund í kvöld, miðvikudaginn 18. október 2017 kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal að Háaleitisbraut 13 - IV.hæð og er ætlaður fullorðnum með ADHD. Yfirskrift fundarins er "Við erum einstök" og er umsjónarmaður Hákon Helgi Leifsson. Allir eru velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
13.10.2017
Góður andi ríkti á fræðslufundi ADHD samtakanna í húsakynnum Íþróttaakademíunnar í Reykjanesbæ í gærkvöld. Efnt var til fundarins í samstarfi við Reykjanesapótek og bæjaryfirvöld. Elín Hrefna Garðarsdóttir geðlæknir og Vilhjálmur Hjálmarsson, leikari fjölluðu þar um ADHD og lyf.
10.10.2017
ADHD samtökin bjóða Suðurnesjabúum upp á fræðslufund um ADHD og lyf næstkomandi fimmtudagskvöld. Fundurinn er í samvinnu við Reykjanessapótek og bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ. Fyrirlesarar eru Elín Hrefna Garðarsdóttir, geðlæknir og Vilhjálmur Hjálmarsson, leikari. Fundurinn verður í Íþróttaakademíunni v/Krossmóa, Sunnubraut 35, Reykjanesbæ og hefst klukkan 19:00. Fundurinn er öllum opinn og er aðgangur ókeypis.
07.10.2017
Sala endurskinsmerkja ADHD samtakanna stendur nú sem hæst. Sölufólk býður merkin í Smáralind, Kringlunni og á Glerártorgi á Akureyri um helgina. Þá er sölufólk víða um land, m.a. á Blönduósi, Sauðárkróki, Akranesi, í Borgarnesi og víðar. Við þökkum fyrir afar góðar móttökur og allan þann stuðning sem samtökunum er sýndur.
04.10.2017
Fjöldi viðburða er á dagskrá á vegum ADHD samtakanna nú í október, alþjóðlegum ADHD vitundarmánuði, líkt og fyrri ár. Nýtt endurskinsmerki ADHD kom út í dag og voru fyrstu merkin afhent nemendum í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Bók Sólveigar Ásgrímsdóttur, sálfræðings, Ferðalag í flughálku - Ungingar og ADHD kemur út síðar í mánuðinum. Í lok október efna ADHD samtökin svo til málþings um ADHD og ungmenni.
04.10.2017
ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund í kvöld, miðvikudaginn 4. október 2017 kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal að Háaleitisbraut 13 - IV.hæð og er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna með ADHD. Yfirskrift fundarins er "ADHD og unglingar" og er umsjónarmaður Sólveig Ásgrímsdóttir. Allir eru velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
27.09.2017
Spjallfundur sem fyrirhugaður var í kvöld fellur niður vegna veikinda. Ný tímasetning verður auglýst síðar.
20.09.2017
Undirbúningur fyrir afhendingu Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2017 er nú í fullum gangi en verðlaunin verða afhent á Hilton Reykjavík Nordica 4. desember. Óskað er eftir tilnefningum til verðlaunanna og hefur frestur til þess verið framlengdur til 22. september næstkomandi.
13.09.2017
Spjallfundir hefjast nú að nýju og verður sá fyrsti í kvöld, miðvikudaginn 13. september 2017 kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal að Háaleitisbraut 13 - IV.hæð og er ætlaður foreldrum og forráðamönnum. Yfirskrift fundarins er "Svefnvandi barna og morgunrútína" og er umsjónarmaður Drífa Björk Guðmundsdóttir. Allir eru velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.