Hið vinsæla netnámskeið „Áfram Veginn” verður haldið næstu helgi. Á námskeiðinu ætlum við að fræðast um ADHD með styrkleika að leiðarljósi. Því með auknum skilningi á þínu ADHD eykur þú líkurnar á betri stjórn og auknum lífsgæðum í daglegu lífi. Áskoranir ADHD geta haft margvísleg áhrif í daglegu lífi. Á námskeiðinu skoðum við hvar þær liggja og aðferðir til að takast á við þær og ná betri tökum á þeim.
Leiðbeinendur námskeiðsins eru Sigrún Jónsdóttir þroskaþjálfi og ADHD/einhverfu markþjálfi og ásamt Kristbjörg Kona ADHD markþjálfi.
Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundarbúnað ZOOM tvo laugardaga í röð, 11. og 18. nóvember - sjá hér að neðan.
Megin þemu námskeiðsins eru:
- Taugaþroskaröskunin ADHD
- Stýrifærni heilans
- Greiningarferli ADHD
- Mikilvægi greiningar og sáttar við greiningu
- Þróun sjálfsmyndarinnar og fylgiraskanir ADHD
- Hugræna líkanið
- Styrkleikar ADHD
- Bjargráð verða kynnt til sögunnar
- Kynning á meðferðarúrræðum fyrir ADHD
Frekari upplýsingar og skráning má finna hér!
Félagsmenn í ADHD samtökunum fá afslátt af þátttökugjaldinu, en hægt er að skrá sig hér
Einnig er hægt að hafa samband við ADHD samtökin, 581 1110 eða adhd@adhd.is