10.01.2023
Fjarnámskeiðið sem fer fram 28. Janúar er fyrir kennara og leiðbeinendur í grunnskólum um birtingarmyndir ADHD og úrræði sem virka í kennslu, samskiptum og starfi.
Farið verður yfir birtingamyndir ADHD í skólanum, skipulag kennslu, tól og tæki sem nýtast í kennslu. Kenndar verðar aðferðir um hvernig draga má úr óæskilegri hegðun og styrkja æskilega hegðun með því að byggja á styrkleikum nemandans. Samskipti, samvinna og samræmd viðbrögð þeirra sem koma að nemendum með ADHD geta skipt sköpum. Farið er yfir leiðir til að eiga farsæl samskipti milli skóla og heimilis. Hvað er ADHD fókus og hvernig getur kennarinn aðstoðað nemendur við að finna sinn fókus.
Fyrirlesari Jóna Kristín Gunnarsdóttir grunnskólakennari og hegðunarráðgjafi.
Dagssetning: 28. janúar laugardagur kl.11:00 -15.00
Frekari upplýsingar og skráning: https://www.adhd.is/is/namskeid-og-spjallafundir/kennsla-og-adhd-fyrir-grunnskolakennara-og-leidbeinendur
10.01.2023
Síðustu forvöð að skrá sig á Leiksskólinn og ADHD
Nú í janúar standa ADHD samtökin fyrir vefnámskeiði sem er ætlað leikskólakennurum og öðru starfsfólki leikskóla sem vinna með börnum þar sem grunur leikur á ADHD eða greining liggur fyrir. Starfsfólk Frístundar í grunnskólum er einnig hvatt til að nýta sér þetta námskeið því námskrá leikskóla, þar sem áhersla er á nám í gegnum leikinn, er mjög líkt ákjósanlegu fyrirkomulagi Frístunda.
Námskeið þetta gefur þátttakendum tækifæri á að efla þekkingu sína á ADHD og þeim eiginleikum og áskorunum sem því getur fylgt. Farið verður m.a. yfir skipulag kennslu, tól og tæki sem nýtast í kennslu og kenndar verða aðferðir sem geta dregið úr óæskilegri hegðun og styrkja æskilega hegðun með því að byggja á styrkleikum nemandans. Samskipti, samvinna og samræmd vinnubrögð sem koma að nemendum með ADHD geta skipt sköpum. Farið verður yfir leiðir til að eiga farsæl samskipti milli heimilis og skóla. Þess ber að geta að það sem virkar fyrir nemendur með ADHD virkar í flestum tilfellum fyrir aðra og því er fólk hvatt til að sækja sér þetta námskeið.
Fyrirlesari: Katrín Ruth Þorgeirsdóttir, Ráðgjafarþroskaþjálfi og Hegðunarráðgjafi.
Dagssetning: 21. janúar laugardagur kl.10:00 -14.00
06.01.2023
Hvernig hefur ADHD áhrif á það hvernig við nærum okkur, og hvað getum við gert til að stuðla að góðum fæðuvenjum?
Heiðdís Snorradóttir hjá Endurnæringu, næringarfræðingur MSc. með áherslu á lýðheilsu, fer yfir hvernig ADHD hefur áhrif á fæðuvenjur. Sem dæmi, það að gleyma að borða yfir daginn, getur leitt til þess að gripið er til næringarsnauðs matar seinnipart dags, sem veitir einungis skammvinna vellíðan en stendur ekki með okkur til lengri tíma.
Fundurinn verður haldinn í Seljakirkju, Hagaseli 40. Þann 24. Janúar næstkomandi og hefst klukkan 19:30. Heitt á könnunni. Fundurinn verður einnig sendur út í streymi á lokaðri facebook síðu sem er opin fyrir skráða meðlimi samtakanna. Skráðir meðlimir geta nálgast streymið hér. https://www.facebook.com/groups/adhdibeinni/
Hægt er að skrá sig á Facebook síðu til að fá áminningu um viðburðinn: https://fb.me/e/3dGsQLeAe
Verið velkomin á fræðslufundinn!
05.01.2023
Örfá sæti laus á rafíþróttanámskeið Fylkis og ADHD samtakanna fyrir stráka sem hefst 9. Janúar. Um er að ræða kynningarnámskeið í Rafíþróttum fyrir 12-17 ára stráka með ADHD.
Æfingatímabilið er frá 9. janúar til 1. febrúar, átta skipti alls. Æfingar fara fram tvisvar sinnum í viku og eru æfingarnar í 90 mínútur í senn. Á æfingum hjá Rafíþróttadeild Fylkis er lögð áhersla á jákvæða tölvuleikjaspilun, líkamlega og andlega heilsu og liðsheild. Iðkendur hita upp og stunda líkamlegar hreyfingu, læra heilbrigða spilunarhætti og vinna saman sem lið. Fylkir sér fyrir öllum æfingatækjum, leikjum og aðgöngum en þátttakendum er velkomið að spila aðra leiki eða skrá sig inn á sína aðganga.
Hámark eru 10 í hverjum æfingahóp. Námskeiðin fara fram í rafíþrótta aðstöðu Fylkis, Norðlingabraut 12. Við hvetjum forráðamenn til þess að vera meðvitaðir um aldursviðmið PEGI. Skráning á æfingar er á ábyrgð forráðamanna og við skráningu er forráðamaður að senda samþykki sitt við því að iðkandinn spili þann leik sem hann hefur verið skráð á æfingar fyrir.
Frekari upplýsingar og skráningu er hægt að nálgast hér á heimasíðu ADHD samtakanna;
Hópur 1: https://www.adhd.is/is/namskeid-og-spjallafundir/rafithrottir-fyrir-straka-med-adhd-12-17-ara-hopur-1
Hópur 2: https://www.adhd.is/is/namskeid-og-spjallafundir/rafithrottir-fyrir-straka-med-adhd-12-17-ara-hopur-2
04.01.2023
Are you starting out your adhd journey? Have you been told by friends and family that you or your children might have ADHD, or thought so for a long time? How do you go about getting a diagnosis in Iceland? These questions and more can be answered in the information meeting about ADHD for English speaking that will be held on the 16th of january.
The meeting starts with a short lecture and then the floor will be opened up for questions.
The meeting is at the ADHD headquarters at Háaleitisbraut 13 on the 4th floor and will start at 20:00 sharp.
03.01.2023
Nú er að verða síðustu forvöð að skrá sig á rafíþróttanámskeið Fylkis og ADHD samtakanna fyrir stelpur sem hefst 10. Janúar. Um er að ræða kynningarnámskeið í Rafíþróttum fyrir 12-17 ára stelpur með ADHD.
Æfingatímabilið er frá 10. janúar til 2. febrúar, átta skipti alls. Æfingar fara fram tvisvar sinnum í viku og eru æfingarnar í 90 mínútur í senn. Á æfingum hjá Rafíþróttadeild Fylkis er lögð áhersla á jákvæða tölvuleikjaspilun, líkamlega og andlega heilsu og liðsheild. Iðkendur hita upp og stunda líkamlegar hreyfingu, læra heilbrigða spilunarhætti og vinna saman sem lið. Fylkir sér fyrir öllum æfingatækjum, leikjum og aðgöngum en þátttakendum er velkomið að spila aðra leiki eða skrá sig inn á sína aðganga.
Hámark eru 10 í hverjum æfingahóp. Námskeiðin fara fram í rafíþrótta aðstöðu Fylkis, Norðlingabraut 12. Við hvetjum forráðamenn til þess að vera meðvitaðir um aldursviðmið PEGI. Skráning á æfingar er á ábyrgð forráðamanna og við skráningu er forráðamaður að senda samþykki sitt við því að iðkandinn spili þann leik sem hann hefur verið skráð á æfingar fyrir.