Sigurvegarar með ADHD - Leiðir til að ná árangri
ADHD samtökin bjóða upp á opinn spjallfund, um uppbyggjandi leiðir fyrir fólk með ADHD sem vill ná árangri, miðvikudaginn 5. maí nk. kl. 20:30.
Fundurinn verður í fundarsal samtakanna að Háaleitisbraut 13 - 4. hæð og er ætlaður fullorðnum með ADHD og öllu áhugafólki um betra líf með ADHD.
Vegna COVID faraldursins verður sérstaklega gætt að sóttvörnum og fundinum verður einnig streymt á lokað svæði skuldlausra félagsmanna ADHD samtakanna á Facebook,
ADHD í beinni.
Á spjallfundinum verður fjallað um uppbyggjandi leiðir fyrir fólk með ADHD, sem vill ná árangri í námi, starfi og lífinu sjálfu. Umsjón með fundinum hefur Jóna Kristín Gunnarsdóttir, kennari og stjónarkona í ADHD samtökunum sem skrifaði nýverið grein sem vakti mikla athygli og hratt af stað samfélagsbylgju undir merkjunum #takkADHD og #takkADHDLyf. Greinina má finna hér:
Mamma ertu að dópa mig?
Fundinum verður einnig streymt beint í lokaðann hóp skuldlausra félagsmanna ADHD samtakanna hér ---->
ADHD í beinni:
Fjölmennum, fræðumst og skiptumst á reynslusögum og skoðunum um líf með ADHD.