ADHD og sumarfrí - spjallfundur á Akureyri

ADHD Norðurland bjóða upp á opinn spjallfund um ADHD og sumarfrí þriðjudaginn 25. maí nk. kl. 17:30. Fundurinn verður haldinn í Grófinni, Hafnarstræti 95, 4.hæð.

 Þó sumarfríin séu og eigi að vera tími fjölskyldusamveru og fjölbreyttra skemmtilegra viðburða, fylgja sumrinu einnig nýjar og fjölbreyttar áskoranir, þar sem rútínan riðlast og við tekur óvissa.

Hjá börnum með ADHD og fullorðnum, getur þessi tími valdið mikilli streytu og vanlíðan ef ekki tekst vel til.
Á fundinum mun Elín H. Hinriksdóttirr, sérkennari og sérfræðingur hjá ADHD samtökunum fara yfir helstu áskoranir sumartímans í lífi einstaklings með ADHD.
Fjölmennum, fræðumst og skiptumst á reynslusögum og skoðunum um líf með ADHD!
 
 Fundurinn verður haldinn þann 25. maí kl. 17:30 í Grófinni, Hafnarstræti 95

Með virkri þátttöku fundargesta gefst einnig gott tækifæri til að læra af reynslu annarra og heyra uppbyggjandi reynslusögur. Á fundinum verður hægt að nálgast bæklinga samtakanna, bækur um ADHD og annað fræðsluefni. Einnig má finna rafrænar útgáfur þeirra hér 

Allir eru velkomnir, félagsmenn sem aðrir. Það verður heitt á könnunni og að sjálfsögðu kostar ekkert að taka þátt.

Spjallfundir ADHD Norðurland á Akureyri eru yfirleitt á þriðjudögum í hverjum mánuði og má sjá dagskrána framundan hér: Spjallfundir ADHD samtakanna.

ADHD Norðurland heldur úti Facebook síðu. Vertu með! Skráðu þig á Facebook viðburðinn og fáðu áminningu

Ef þú vilt ganga í ADHD samtökin, er hægt að gera það hér. Ganga í ADHD samtökin.

Við bendum líka á upptökur af nokkrum fræðslufundum ADHD samtakanna um ýmis ADHD málefni sem nálgast má hér.

Fjölmennum, fræðumst og skiptumst á reynslusögum og skoðunum um líf með ADHD.