Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður ADHD samtakanna.
Velferðarráð Reykjavíkur hefur úthlutað ADHD samtökunum myndarlegum styrk að upphæð kr. 1.500.000,- vegna tveggja mikilvægra verkefna á yfirstandandi ári. Annarsvegar er um að ræða styrk til að þýða fræðslubæklinga ADHD samtakanna yfir á Pólsku og Ensku og hinsvegar styrk til að veita fólki með ADHD, ráðgjöf og stuðning í ýmsu formi, m.a. með símaþjónustu, spjallfundum, námskeiðahaldi ofl.
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar afhenti Vilhjálmi Hjálmarssyni, varaformanni ADHD samtakanna styrkina, við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum, en við sama tækifæri úthlutaði Velferðarráð stykjum til félagasamtaka í borginni, fyrir ríflega 50 milljónir króna - sjá meðfylgjandi frétt.
ADHD samtökin þakka Velferðarráði Reykjavíkurborgar af heilum hug fyrir þennann mikilvæga stuðning, sem án nokkurs vafa mun nýtast Reykvíkingum með ADHD og fjölskyldum þeirra afar vel.