Opinn spjallfundur í Vestmannaeyjum um ADHD og lyf.
ADHD og lyf. ADHD Eyjar bjóða upp á opinn spjallfund í Vestmannaeyjum, um ADHD og lyf, fimmtudaginn 17. september nk. kl. 17:30. Fundurinn verður í Flugvallarbyggingunni og er ætlaður aðstandendum barna með ADHD, fólki sem vinnur með börnum með ADHD og öllu áhugafólki um betra líf með ADHD. Spjallfundir verða í Vestmannaeyjum einu sinni í mánuði og er fjallað um sérstakt málefni í hvert og eitt sinn. Dagskrá vetrarins má kynna sér hér - dagskrá vetrarins.
Mikil umræða hefur verið um notkun lyfja og ADHD á liðnum misserum og víða má greina fordóma og vanþekkingu um þessi mál. Á fundinum verður farið yfir virkni helstu lyfja sem notuð eru vegna ADHD, rætt um mögulegar aukaverkanir og reynt að svara helstu spurningum sem brenna á vörum fundargesta. Umsjón Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður ADHD samtakanna.
Með virkri þátttöku fundargesta gefst einnig gott tækifæri til að læra af reynslu annarra og heyra uppbyggjandi reynslusögur. Á fundinum verður einnig hægt að nálgast bæklinga samtakanna, bækur um ADHD og annað fræðsluefni.
Spjallfundir ADHD Eyjar eru haldnir í sal Hamarsskólans, gengið er inn vestanmegin. Fundirnir eru opnir öllum, félögum í ADHD samtökunum, einstaklingum með ADHD, aðstandendum og öðrum áhugasömum um ADHD og skildar raskanir. Fundirnir hefjast kl. 17:30 og þeim lýkur yfirleitt um kl. 19:00. Enginn aðgangseyrir og heitt á könnunni.
Við bendum einnig á upptökur af opnum fræðslufundum sem ADHD samtökin héldu um ýmis málefni og nálgast má hér.
Skráðu þig strax á Facebook viðburð Spjallfundanna og fáðu áminningu þegar þinn fundur nálgast - skráning hér. Við bendum líka á umræðuhópinn ADHD Eyjar, þar sem hægt er að leita ráða og ræða allt sem tengist ADHD - hópurinn er hér.
Hægt er að ganga í ADHD samtökin á meðfylgjandi síðu:
https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-beintengt