ADHD Austurland hefur göngu sína.
Stofnfundur ADHD Austurland verður haldinn 24. september nk kl. 20:00 á Hótel Héraði.
ADHD Austurland er útibú ADHD samtakanna sem ætlað er að efla starfsemi samtakanna á Austurlandi og beita sér fyrir betri líffsskilyrðum fólks með ADHD á svæðinu. Fyrir starfrækja ADHD samtökin útibúin
ADHD Eyjar og
ADHD Norðurland.
ADHD samtökin boða því til opins fræðslu- og stofnfundar um ADHD og hvernig bæta megi lífsgæði fólks með ADHD á Austurlandi. Fundurinn verður haldinn á Hótel Héraði, Egilsstöðum, fimmtudaginn 24. september og hefst hann kl. 20:00. Með fundinum hefjum við formlegt starf ADHD Austurland.
Formaður ADHD samtakanna, Elín H Hinriksdóttir heldur framsögu og María Hjálmarsdóttir kynnir fyrirhugað starf ADHD Austurland. Í framhaldi verður spjallað um allt það sem fundargestir vilja helst, varðandi ADHD og starfið framundan.
Öll velkomin, fólk með ADHD, aðstandendur, kennarar, þjálfarar og aðrir þeir sem vinna með börnum eða fullorðnum með ADHD eða vilja fræðast um ADHD. Enginn aðgangseyrir og kaffi á könnunni. Lækið endilega Facebook síðu
ADHD Austurland og takið þátt í umræðum í Facebook hópnum
ADHD Austurland.