Björk Þórarinsdóttir og Ellen Calmon /MYND:GVA
ADHD samtökin eru tilnefnd í ár til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins í flokknum "Til atlögu gegn fordómum". Í umsögn
dómnefndar segir:
"ADHD-samtökin fagna aldarfjórðungsafmæli á árinu. Markmið samtakanna er að börn og
fullorðnir með athyglisbrest og skyldar raskanir njóti sannmælis í samfélaginu og fái þjónustu sem stuðlar að bættum
lífsgæðum. Samtökin vinna mikilvægt starf þegar kemur að börnum og unglingum með ofvirkni og athyglisbrest. Fræðslufundir samtakanna eru
jafnan mjög vel sóttir en auk þess standa samtökin fyrir námskeiðshaldi af ýmsu tagi og útgáfu fræðsluefnis."
Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins verða veitt næsta miðvikudag, 17. apríl og er þetta í
áttunda sinn sem verðlaunin eru veitt. Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli á einstaklingum og verkefnum sem geta verið öðrum til fyrirmyndar. Lesendur
Fréttablaðsins tóku þátt í að tilnefna til verðlaunanna og bárust á fjórða hundrað tilnefningar. Dómnefnd vann
úr tilefningunum og er niðurstaðan kynnt í Fréttablaðinu í dag, laugardag 13. apríl.
Sjá frétt
Fréttablaðsins um Samfélagsverðlaunin