Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands eru veitt þeim sem hafa með verkum sínum stuðlað að einu samfélagi fyrir alla og endurspegla nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks.
Verðlaunin eiga að efla frumkvæði til nýrra verkefna og hugmyndavinnu í málaflokknum og skapa jákvæða ímynd fyrir fatlað fólk. Þau eiga að vera hvatning til að gera enn betur til innleiðingar á samfélagi sem endurspeglar einkunnarorð ÖBÍ, eitt samfélag fyrir alla.
Verðlaunin eru veitt ár hvert á alþjóðadegi fatlaðra 3. desember og voru fyrst veitt árið 2007.
Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum; einstaklings, fyrirtækis eða stofnunar og umfjöllunar eða kynningar.
Í dómnefnd sitja fimm manns og er leitast við að hún endurspegli samfélagið á sem bestan hátt.
Öllum er heimilt að senda inn tilnefningar og er leyfilegt að tilnefna í einn, tvo eða alla þrjá flokkana.
Lokadagur tilnefninga er 15. september ár hvert.
Nánar um hvatningarverðlaun ÖBÍ