Snævar Ívarsson, framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi
Framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi, Snævar Ívarsson, ætlar að heimsækja okkur 30. ágúst. Hann ætlar að kynna okkur starfsemi félagsins og fara yfir þau úrræði sem standa fólki með lesblindu, sem notar tölvur og snjalltæki, til boða. Rannsóknir sýna að helmingur einstaklinga með ADHD glíma við einhverja lesblindu. Snævar hefur mikla reynslu af því að kenna fólki með lesblindu að nota tölvur og aðra tækni til að aðstoða sig við lestur, skrift og skipulag. Hann mun koma með tölvuna sína og verkfæri sem hann kennir öðrum að nota og sýna okkur.
Viðburðurinn er í félagsheimli Seljakirkju og húsið opna 19:45 og heitt er á könnunni.