Stofnfundur ADHD Suðurnes
Boðað er til stofnfundar ADHD Suðurnes í húsakynnum Reykjanesapóteks, efri hæð (áður Sjálfstæðissalurinn) Hólagötu 15, 260 Reykjanesbæ mánudaginn 19. september klukkan 20:00. Ljóst er að gríðarleg þörf er á að bæta stöðu ADHD mála á Suðurnesjum, þörfin er mikil og úrræði fá. Tilgangur ADHD Suðurnesja á að vera að stuðla að fræðslu, veita félagsmönnum stuðning, veita yfirvöldum aðhald og vinna á fordómum sem fyrirfinnast í samfélaginu sem og hjá hinu opinbera. Óformleg dagskrá.
1. Fundur settur
2. ADHD Samtökin – starfsemi og stefna
3. Staða ADHD á Íslandi og Suðurnesjum
4. Almenn umræða og stefnumótun
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar og fá tilkynningar um viðburðinn hér á Facebook síðu viðburðarinns
https://fb.me/e/2PyFPWf1f
Húsið opnar 19:40 , kaffi og kruðerí í boði.