Þá er komið að öðrum spjallfundi ADHD Samtakanna í Reykjavík þetta haustið. Hvort sem þú ert ógreindur, nýgreindur eða langgreindur þá er þessi fundur fyrir þig. Tilgangurinn er að spjalla saman um reynslu okkar af ADHD, læra af hvort öðru og vera sterkari saman.
Fundargestum er frjálst að koma með spurningar, leita ráða og tala um sín hugðarefni. Fundurinn verður í húsakynnum ADHD Samtakanna, Háaleitisbraut 13, á fjórðu hæð.
Húsið opnar 19:45 og er opið öllum!
Húsið opnar 19:45 og er opið öllum, heitt á könnunni.