Augnarblik sem margir kannast eflaust við
Þá er komið að því! spjallfundir ADHD Samtakanna fara í gang á mánudaginn 12. September en þeir verða mánaðarlega í allan vetur. Fyrsti fundurinn tekur á ADHD og foreldrahlutverkinu. Tilgangurinn er að ræða saman um reynslu okkar af ADHD, læra af hvort öðru, deila góðum bjargráðum og vera sterkari saman. Hvort þú er ógreind/ur, nýgreind/ur eða langgreind/ur þá er þessi fundur fyrir þig. Hver fundur hefur eitt yfirumræðuefni en fundargestum er frjálst að koma með spurningar, leita ráða og tala um sín hugðarefni.
Fundurinn er í húsakynnum ADHD Samtakanna, Háaleitisbraut 13 á fjórðu hæð. Húsið opnar 19:45 og er opið öllum, heitt á könnunni.