Kröfuganga 1. maí: Atvinna fyrir alla

Félagsfólk ÖBÍ fylkir sér 1. maí á bak við kröfu samtakanna um jafnan rétt á vinnumarkaði. Aðildarfélagar eru hvattir til að sýna samstöðu og taka þátt í kröfugöngu og hátíðahöldum í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins föstudaginn 1. maí. Farið verður frá Hlemmi kl. 13.30 og einnig verður hægt að sameinast göngunni á leiðinni niður Laugaveg eða við Ingólfstorg, þar sem henni lýkur.

Skorum á stjórnvöld

ÖBÍ ætlar að gefa göngufólki buff og safna undirskriftum til stuðnings áskorun til stjórnvalda um að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eigi síðar en á haustþingi 2015. Ísland er eitt af fjórum Evrópuríkjum sem eiga eftir að fullgilda samninginn.

Samtökin hvetja alla til að kynna sér samninginn og skora á stjórnvöld með undirskrift sinni.

SKRIFA UNDIR ÁSKORUN