Rannsókn á málþroska barna með ADHD - Ósk um þátttakendur

ADHD samtökin hafa efnt til samstarfs við Söru Bjargardóttur, meistaranema í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Sara hyggst rannsaka hvort ADHD hafi áhrif á máltökuferli barna en áður hafa verið gerðar rannsóknir sem sýna fram á fylgni milli ADHD og ýmissa raskana, meðal annars málþroskaraskana.

Óskað er eftir þátttakendum í rannsóknina, helst börnum í 3. til 5. bekk grunnskóla.

 

Rannsóknin fer þannig fram að lagt verður fyrir börnin málþroskapróf og þannig fundin út málþroskatala barnsins. Börnunum verður einnig sýnd skemmtileg myndasaga og þau beðin um að segja með eigin orðum frá því sem gerist í sögunni. Frásögnin verður tekin upp til að unnt verði að hlusta á hana eftir þörfum til að greina ýmsa þætti í málnotkun barnsins. Auk þess er óskað eftir lágmarks bakgrunnsupplýsingum um aldur, menntunarstig og búsetu (erlendis-/hérlendis) foreldra hvers þátttakanda.

Hvert viðtal mun taka á bilinu 30 til 45 mínútur.

Rannsakendur leggja áherslu á að viðtalið á að vera skemmtileg upplifun fyrir börnin. Málþroskaprófið er byggt upp á orðaleikjum og myndasagan er mjög skemmtileg.

Börnin geta hætt við hvenær sem er í viðtalinu.

Einu upplýsingarnar sem munu koma fram um hvert barn er kyn þess og aldur í árum og mánuðum. Nöfn barna og aðrar upplýsingar um börnin og foreldra/forráðamenn munu hvorki koma fram við úrvinnslu gagna né í greinum um rannsóknina.

Ef frekari upplýsinga er óskað er hægt að hafa samband við Söru Bjargardóttur í síma 862 8658 eða með tölvupósti á sab3@hi.is

Leiðbeinandi verkefnisins er:
Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, Árnagarði við Suðurgötu, siggasig@hi.is

  • Þeir sem vilja taka þátt í rannsókninni sendi tölvupóst á adhd@adhd.is