02.11.2022
Í þættinum ræðir Bóas Valdórsson við Önnu Töru Andrésdóttur doktorsnema við Háskólann í Barcelona en í rannsóknum sínum leggur hún sérstaka áherslu á konur með ADHD. Anna Tara lauk BS gráðu í sálfræði og viðbótardiplóma í hagnýtri jafnréttisfræði frá Háskóla Íslands, mastersgráðu í rannsóknum í hegðun og hugarstarfsemi frá Háskólanum í Barcelona.
Hún brennur fyrir málefnum ADHD því hún skilur vel hversu mikil áhrif ADHD getur haft á líf fólks. ADHD er meðhöndlanlegasta röskunin sem til er og því er mikilvægt að veita fólki þau bættu lífsgæði sem það eiga skilið.
Anna Tara flutti nýverið fyrirlestur á málþingi ADHD samtakanna undir yfirskriftinni Viljum við betra líf? Um verndandi áhrif greininga, meðferðar og lyfja vegna ADHD og er hægt að nálgast hann í heild sinni hér: https://youtu.be/DKauu18V3SQ?t=3362
Hlaðvarp ADHD samtakanna í umsjón Bóas Valdórssonar. Góðir gestir miðla reynslu sinni af lífinu með ADHD. Gleði, sorgir, sigrar og óborganlegar lífsreynslusögur í bland viðfróðleik um ADHD. Allt sem þú hélst að þú vissir um ADHD, en vissir í raun ekki.
Þáttinn í heild má nálgast hér að neðan og í öllum helstu hlaðvarpsveitum: https://open.spotify.com/episode/3rN7trTQtIjOi6Z9ubynBL?si=d6b88140f73a4960
27.10.2022
Á málþingi ADHD samtakanna er nefnist „Þú ert númer 1250 í röðinni...“ og haldið var 27. október á Grand Hótel voru afhent Hvatningaverðlaun ADHD samtakanna og voru KFUM/K þess heiðurs aðnjótandi. Hvatningarverðlaunin eru árlegur viðburður og veitt hverjum þeim sem með mikilsverðum hætti hefur lagt sitt af mörkum til bæta lífsgæði fólks með ADHD á Íslandi. Verðlaunin má veita til einstaklinga, félagasamtaka, stofnanna, fyrirtækja eða hverskyns lögaðila. Ólöf Birna Sveinsdóttir, Ásgeir Pétursson og Styrmir Magnússon veittu verðlaununum móttöku fyrir hönd KFUM/K.
27.10.2022
Skrifstofa ADHD Samtakanna er lokuð í dag á milli 13 og 16 vegna málþings samtakanna á Grand hótel. Hér er hægt að nálgast frétt um efni málþingsins:
27.10.2022
ADHD og konur - Opinn spjallfundur í Menntaskólanum á Egilsstöðum. 1. nóvember kl. 19:00.
Sigrún Jónsdóttir, ADHD markþjálfi, námskeiðahaldari og stjórnarkona í ADHD samtökunum ætlar að koma og fræða okkur um ADHD og konur sem er hennar hugðarefni. Gríðarlegur fjöldi kvenna hefur ekki fengið greiningu á ADHD og er það ein af ástæðunum fyrir því að þær eru einn stærsti hópurinn sem tekst á við kulnun í dag. Hvað er til ráða og hvar á að byrja.
Allir eru velkomnir, félagsmenn sem aðrir. Það verður heitt á könnunni og að sjálfsögðu kostar ekkert að taka þátt.
Fjölmennum, fræðumst og skiptumst á reynslusögum og skoðunum um líf með ADHD.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar!
Skráðu þig á Facebook viðburðinn og fáðu áminningu: https://fb.me/e/5WbQe4eYK
Hægt er að ganga í ADHD samtökin á meðfylgjandi síðu: https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-beintengt
ADHD Austurland
26.10.2022
Við minnum á málþing samtakanna Þú ert númer 1250 í röðinni... sem er haldið á Grand Hótel á morgun frá kl. 13:00-16:00. Hægt er að skrá sig á málþingið hér að neðan en einnig er hægt að mæta og greiða fundargjald á staðnum.
20.10.2022
Þann 1. janúar 2022 tóku í gildi ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Meginmarkmið laganna er að búa til umgjörð sem stuðlar að því að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana.
Með lögum þessum er fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning tryggður aðgangur að sérstökum tengilið eða málastjóra í nærumhverfi barnsins, gert er ráð fyrir að börn og fjölskyldur geti snúið sér til tengiliðar eða málstjóra sem leiði málið áfram. Aðgangur að tengilið og málstjóra er tryggður strax frá fæðingu barns og þar til barn er 18 ára.
Vestmannaeyjabær hefur unnið að innleiðingu laganna og er eitt af fjórum frumkvöðlasveitarfélögum landsins og því komið vel af stað með innleiðinguna. Á þessum fyrsta spjallfundi vetrarins mun Silja Rós Guðjónsdóttir yfirfélagsráðgjafi segja okkur allt um þessi nýju lög og hvernig unnið er eftir þeim.
Fundurinn verður mánudaginn 24. október klukkan 19.30 í fundarherbergi íþróttamiðstöðvarinnar.
20.10.2022
TÍA - tómstundir, íþróttir og ADHD er námskeið ADHD samtakanna fyrir þjálfara, tómstundafulltrúa og aðra sem koma að skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi barna, með sérstakri áherslu á þátttöku barna með ADHD. Skráning er hafin en námskeiðið verður haldið í tveimur hlutum 5. og 26. nóvember.
Námskeiðið er í höndum reynslumikilla fagaðila á sviðinu. Það eru þau Jakob Frímann Þorsteinsson, MA í náms- og kennslufræðum, Vanda Sigurgeirsdóttir MA í uppeldis- og menntunarfræðum og Bóas Valdórsson klínískur sálfræðingur sem hafa veg og vanda að námskeiðinu. Vanda og Jakob starfa við HÍ og hjá KVAN og Bóas starfar sem sálfræðingur við MH.
19.10.2022
Fræðsla fyrir aðstandendur og fólk sem umgengst og vinnur með börnum með ADHD.
Hvað er ADHD og hvernig birtist það. Sífellt fleiri fá ADHD greiningu og skilningur er sterkasta vopnið okkar til að bæta líðan og sjálfsmynd þeirra. Jóna Kristín Gunnarsdóttir grunnskólakennari, kennslu- og hegðunarráðgjafi ræðir um hvernig við getum stutt við og kennt okkur, börnunum, eða nánum fjölskyldumeðlimum að finna sína styrkleika og byggja upp sterka sjálfsmynd. Samskipti heimilis og skóla, heimanám og skipulag eftir að heim er komið eru þættir sem tæpt er á. Þessi fræðsla er fyrir alla og mikilvægt að muna að oft eru vinir barna okkar með ADHD og við því partur af umhverfi þeirra. Fundurinn fer fram mánudaginn 24. október, klukkan 17:30 í húsakynnum Grunnskólans á Hvanneyri.
17.10.2022
Nú eru síðustu forvöð til þess að skrá sig á Áfram veginn.
Áfram veginn er fjarnámskeið fyrir fullorðna með ADHD. Námskeið sem leggur áherslu á styrkleika ADHD. Unnið er að því að auka skilning hvers og eins á sínu ADHD, hvernig hægt er að auka stjórn og lífsgæði í daglegu lífi.
Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundarbúnaðinn ZOOM laugardagana 5. og 12. nóvember 2022 frá klukkan 11. til 13. báða daganna.
14.10.2022
ADHD og konur - Opinn spjallfundur í Grófinni, Hafnarstræti 95, 4 hæð, 24. október kl. 17:00.
Sigrún Jónsdóttir, ADHD markþjálfi, námskeiðahaldari og stjórnarkona í ADHD samtökunum ætlar að koma og fræða okkur um ADHD og konur sem er hennar hugðarefni. Gríðarlegur fjöldi kvenna hefur ekki fengið greiningu á ADHD og er það ein af ástæðunum fyrir því að þær eru einn stærsti hópurinn sem tekst á við kulnun í dag. Hvað er til ráða og hvar á að byrja.
Allir eru velkomnir, félagsmenn sem aðrir. Það verður heitt á könnunni og að sjálfsögðu kostar ekkert að taka þátt. Skráðu þig á Facebook á viðburð spjallfundarins og fáðu áminningu.
Fjölmennum, fræðumst og skiptumst á reynslusögum og skoðunum um líf með ADHD.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar!
ADHD Norðurland