Námskeið á vormánuðum
Vornámskeið ADHD samtakanna – skráning hafin!
Nú stefnum við hraðbyri inn í nýtt ár og samtökin ætla að hefja árið með trompi. Níu námskeið staðfest á fyrri hluta ársins og enn getur aukist við framboðið. Af þessum níu eru fimm ný af nálinni en fjögur þeirra hafa verið í boði til langs tíma og hlotið mikið lof meðal þátttakenda. Gott framboð er af námskeiðum kenndum á staðnum, sum í fjarkennslu sem hentar vel þátttakendum víðsvegar á landinu.
Nýju námskeiðin okkar eru eftirfarandi: Rafíþróttanámskeið fyrir stelpur og stráka á aldrinum 12 – 17 ára sem unnið er í samstarfi við Rafíþróttadeild Fylkis. Understanding ADHD sem fyrsta námskeiðið um ADHD á ensku á Íslandi og einnig er boðið upp á þrjú ný námskeið sem leggja sérstaka áherslu á skólasamfélagið en þau nefnast; Leikskólinn og ADHD, Grunnskólinn og ADHD og Skólaumhverfið og ADHD. Námskeiðin eru sérhönnuð og ætluð kennurum, leiðbeinendum og öðru starfsfólki skóla og frístundamiðstöðva sem vinnur með börnum með ADHD.
Félagsmenn ADHD samtakanna njóta sérstakra afsláttarkjara á öllum námskeiðunum, en fjöldi þátttakenda er takmarkaður - fyrstur kemur fyrstur fær. Hægt er að ganga í ADHD samtökin hér - ganga í ADHD samtökin.
Áfram stelpur! Fræðslu- og sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir konur með ADHD (febrúar og apríl)
Áfram stelpur! er fræðslu- og sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir konur með ADHD. Námskeiðinu er ætlað að veita fræðslu um ADHD einkenni kvenna, algengar fylgiraskanir þeirra og ólíkar birtingarmyndir röskunarinnar. Áhersla er lögð á þau hugrænu ferli sem liggja að baki algengum áskorunum sem konur með ADHD mæta í daglegu lífi, hvort sem er í námi, starfi, heimilislífi, félagslegum samskiptum eða uppeldi. Markmið námskeiðsins er að styrkja konur með ADHD í markmiðasetningu, áætlanagerð og skipulagi með það fyrir augum að draga úr streitu og vanmáttarkennd, fræða konur um ýmis verkfæri sem nýst geta í þessum tilgangi og veita þjálfun í notkun þeirra í gegnum samtöl og verkefnavinnu.
Að þessu sinni verður boðið upp á tvö námskeið annars vegar í febrúar og hins vegar í apríl. Bæði námskeiðin taka alls 10 klukkustundir, kennd á fjórum dögum, alls 2,5 klukkustundir í senn. Nánari upplýsingar um dagsetningar er að finna í námskeiðslýsingunni en nánari upplýsingar má finna á hlekk hér að neðan.
Innifalið í námskeiðsgjaldi er bók Dr. Ara Tuckman, "Leyndardómar heilans - Láttu verkin tala" sem kostar kr. 5.900,- ein og sér.
Skráningarform og nánari upplýsingar fyrir febrúar má finna hér og apríl hér.
Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur barna með ADHD
Á námskeiðinu er lögð áhersla á að þátttakendur öðlist góðan skilning á ADHD, orsökum og afleiðingum röskunarinnar ásamt því að fá einföld og hagnýt ráð við uppeldi barna með ADHD. Námskeiðið hentar því vel fyrir alla nána aðstandendur barna með ADHD, mömmur, pabba, fósturforeldra, stjúpforeldra, ömmur, afa og aðra nákomna. Það er mikill kostur ef allir nánustu aðstandendur geta tekið þátt.
Námskeiðið verður haldið í Reykjavík, laugardagana 25. mars og 1.apríl 2023, frá kl. 10-15 en boðið verður uppá fjarfundarbúnað fyrir þá sem ekki geta mætt á staðinn.
Skráningarform og ítarlegri upplýsingar má finna hér.
Taktu stjórnina - fræðslunámskeið fyrir fullorðna með ADHD (janúar og mars)
Markmið námskeiðsins er að veita fullorðnum með ADHD helstu upplýsingar um einkenni ADHD og ólíkar birtingarmyndir röskunarinnar. Styrkja einstaklingana í að skipuleggja líf sitt, ná utan um það sem kannski áður hefur farið forgörðum, vinna á streitu og kvíða með upplýsingum, samtölum og æfingum. Veita þátttakendum ákveðin tæki til að líða betur með ADHD í sínu lífi. Setja sér skynsamleg markmið og raunhæfar kröfur. Afraksturinn er betri einstaklingur, huganlega betra og ánægðara foreldri, maki, starfsmaður og borgari.
Að þessu sinni verður boðið upp á námskeiðin bæði í janúar og mars. Bæði námskeiðin taka alls 10 klukkustundir, kennd á fjórum dögum, alls 2,5 klukkustundir í senn. Nánari upplýsingar um dagsetningar er að finna í námskeiðslýsingunni en nánari upplýsingar má finna á hlekk hér að neðan.
Innifalið í námskeiðsgjaldi er bók Dr. Ara Tuckman, "Leyndardómar heilans - Láttu verkin tala" sem kostar kr. 5.900,- ein og sér.
Skráningarform og nánari upplýsingar fyrir janúar má finna hér og fyrir mars hér.
Áfram veginn! Fjarnámskeið fyrir fullorðna með ADHD
Ertu eldri en 18 ára, kannski nýgreindur með ADHD eða fékkstu greiningu fyrir einhverju síðan? Þá er fjarnámskeiðið „Áfram Veginn” mögulega námskeið fyrir þig!
Fjarnámskeiðið Áfram veginn! er nýtt námskeið fyrir fullorðna með ADHD. Þar ætlum við að fræðast um ADHD með styrkleika að leiðarljósi en með auknum skilningi á þínu ADHD eykur þú líkurnar á betri stjórn og auknum lífsgæðum í daglegu lífi. Áskoranir ADHD geta haft margvísleg áhrif í daglegu lífi. Á námskeiðinu skoðum við hvar þær liggja og aðferðir til að takast á við þær og ná betri tökum á þeim.
Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundarbúnað ZOOM laugardagana 11. og 18 mars frá kl. 11 til 13 hvorn dag.
Skráningarform og nánari upplýsingar má finna hér.
Understanding ADHD
The purpose of the webinar is to provide an overview and practical insight into attention deficit hyperactivity disorder in adults and children. The two-part webinar is designed to cater to participants with the necessary information and tools to better understand their ADHD or/and support their kids.
The Two-Part webinar is in total 4 hours long and takes place ower two Saturdays on 4. & 11. of February. Each part being 2 hours.
Registration form and further information here.
Rafíþróttir fyrir stelpur með ADHD á aldrinum 12 – 17 (hópur 1 og 2)
ADHD samtökin og Rafíþróttadeild Fylkis standa fyrir stuttu kynningarnámskeiði í Rafíþróttum fyrir 12-17 ára stelpur með ADHD. Æfingatímabilið er frá 10. janúar til 2. febrúar, átta skipti alls. Æfingar fara fram tvisvar sinnum í viku og standa yfir í 90 mínútur í senn. Á æfingum hjá Rafíþróttadeild Fylkis er lögð áhersla á jákvæða tölvuleikjaspilun, líkamlega og andlega heilsu og liðsheild. Iðkenndur hita upp og stunda líkamlega hreyfingu, læra heilbrigða spilunarhætti og vinna saman sem lið. Fylkir útvegar öll æfingatæki, leiki og aðganga en þátttakendum er velkomið að spila aðra leiki eða skrá sig inn á eigin aðganga.
Skráningarform og nánari upplýsingar fyrir hóp 1 (þriðjudaga og fimmtudaga milli 16:30 og 18:00) má finna hér og fyrir hóp 2 (þriðjudaga og fimmtudaga milli 18:00 og 19:00) hér.
Rafíþróttir fyrir stráka með ADHD á aldrinum 12 – 17 (hópur 1 og 2)
ADHD samtökin og Rafíþróttadeild Fylkis standa fyrir stuttu kynningarnámskeiði í Rafíþróttum fyrir 12-17 ára stráka með ADHD. Æfingatímabilið er frá 9. janúar til 1. febrúar, átta skipti alls. Æfingar fara fram tvisvar sinnum í viku og standa yfir í 90 mínútur í senn. Á æfingum hjá Rafíþróttadeild Fylkis er lögð áhersla á jákvæða tölvuleikjaspilun, líkamlega og andlega heilsu og liðsheild. Iðkendur hita upp og stunda líkamlegar hreyfingu, læra heilbrigða spilunarhætti og vinna saman sem lið. Fylkir sér útvegar öll æfingatæki, leiki og aðganga en þátttakendum er velkomið að spila aðra leiki eða skrá sig inn á eigin aðganga.
Skráningarform og nánari upplýsingar fyrir hóp 1 (mánudaga og miðvikudaga milli 16:30 og 18:00) má finna hér og fyrir hóp 2(mánudaga og miðvikudaga milli 18:00 og 19:00) hér.
Leikskólinn og ADHD – Fyrir kennara og annað starfsfólk sem vinna með börnum með ADHD
Vefnámskeið sem er ætlað leikskólakennurum og öðru starfsfólki leikskóla sem vinna með börnum þar sem grunur leikur á ADHD eða greining liggur fyrir. Starfsfólk Frístundar í grunnskólum er einnig hvatt til að nýta sér þetta námskeið því námskrá leikskóla, þar sem áhersla er á nám í gegnum leikinn, er mjög líkt ákjósanlegu fyrirkomulagi Frístunda.
Námskeið þetta gefur þátttakendum tækifæri á að efla þekkingu sína á ADHD og þeim eiginleikum og áskorunum sem því getur fylgt. Farið verður m.a. yfir skipulag kennslu, tól og tæki sem nýtast í kennslu og kenndar verða aðferðir sem geta dregið úr óæskilegri hegðun og styrkja æskilega hegðun með því að byggja á styrkleikum nemandans
Námskeiðið sem er vefnámskeið fer fram laugardaginn 21. janúar milli 10 -14.
Skráningarform og nánari upplýsingar má finna hér.
Grunnskólinn og ADHD – Fyrir kennara og leiðbeinendur sem vinna með börnum með ADHD
Fjarnámskeið fyrir kennara og leiðbeinendur í grunnskólum um birtingarmyndir ADHD og úrræði sem virka í kennslu, samskiptum og starfi.
Farið verður yfir birtingamyndir ADHD í skólanum, skipulag kennslu, tól og tæki sem nýtast í kennslu. Kenndar verðar aðferðir um hvernig draga má úr óæskilegri hegðun og styrkja æskilega hegðun með því að byggja á styrkleikum nemandans. Samskipti, samvinna og samræmd viðbrögð þeirra sem koma að nemendum með ADHD geta skipt sköpum. Farið er yfir leiðir til að eiga farsæl samskipti milli skóla og heimilis. Hvað er ADHD fókus og hvernig getur kennarinn aðstoðað nemendur við að finna sinn fókus.
Námskeiðið sem er vefnámskeið fer fram laugardaginn 28. janúar milli 11 -15.
Skráningarform og nánari upplýsingar má finna hér.
Skólaumhverfið og ADHD – fyrir annað starfsfólk skóla og frístundamiðstöðva
Frímínútur, matsalur, færsla í og úr tímum, fataklefar, íþróttasvæðið og tómstundamiðstöðvar eru staðir sem börn með ADHD eiga hvað erfiðast með og í þeim aðstæðum aukast líkur á árekstrum. Skilningur og rétt viðbrögð starfsfólks geta dregið úr slíkum atvikum og bætt líðan. Á þessu námskeiði er farið yfir birtingamyndir ADHD, hvernig hægt er með gagnreyndum aðferðum að draga úr óæskilegum uppákomum og styrkja sjálfsmynd nemenda með því að byggja á styrkleikum. Samskipti, samvinna og samræmd viðbrögð þeirra sem vinna með börnum með ADHD geta skipt sköpum og skapað betra skólaumhverfi.
Námskeiðið sem er vefnámskeið fer fram laugardaginn 18. febrúar milli 10 -13.
Skráningarform og nánari upplýsingar má finna hér.