Hvernig hefur ADHD áhrif á það hvernig við nærum okkur, og hvað getum við gert til að stuðla að góðum fæðuvenjum?
Heiðdís Snorradóttir hjá Endurnæringu, næringarfræðingur MSc. með áherslu á lýðheilsu, fer yfir hvernig ADHD hefur áhrif á fæðuvenjur. Sem dæmi, það að gleyma að borða yfir daginn, getur leitt til þess að gripið er til næringarsnauðs matar seinnipart dags, sem veitir einungis skammvinna vellíðan en stendur ekki með okkur til lengri tíma.
Fundurinn verður haldinn í Seljakirkju, Hagaseli 40. Þann 24. Janúar næstkomandi og hefst klukkan 19:30. Heitt á könnunni. Fundurinn verður einnig sendur út í streymi á lokaðri facebook síðu sem er opin fyrir skráða meðlimi samtakanna. Skráðir meðlimir geta nálgast streymið hér. https://www.facebook.com/groups/adhdibeinni/
Hægt er að skrá sig á Facebook síðu til að fá áminningu um viðburðinn: https://fb.me/e/3dGsQLeAe
Verið velkomin á fræðslufundinn!