Ályktunar á aðalfundar ADHD samtakanna

Ályktunar á aðalfundar ADHD samtakanna
Ályktunar á aðalfundar ADHD samtakanna

Aðalfundur ADHD samtakanna lýsir yfir þungum áhyggjum vegna stöðunnar í málefnum fólks með ADHD á Íslandi. Þrátt fyrir stöðugt ákall ADHD samtakanna, ítrekaðar skýrslur stjórnvalda um stöðuna og sífellt lengri biðlista eftir greiningum og meðferð, hefur ríkisvaldið lítið sem ekkert brugðist við vandanum. Þörfin á auknu fjármagni til faglegra greininga er og hefur verið æpandi, enda er biðtími barna og fullorðinna með ADHD eftir þjónustu ríkisins nú 2-10 ár – sá lengsti í gervöllu heilbrigðiskerfinu á Íslandi.

ADHD samtökin skora á nýja ríkisstjórn að grípa nú þegar til róttækra aðgerða til að bæta ástandið og fagnar um leið þeim áformum sem nýr heilbrigðisráðherra, Alma Möller hefur þegar boðað í þeim efnum.

Að mati ADHD samtakanna eru brýnustu verkefnin þessi:

  1. Tvö- til þrefalda þarf afkastagetu ADHD teyma heilsugæslunnar, bæði Geðheilsuteymis ADHD fyrir fullorðna og Geðheilsumiðstöðvar barna. Afkastageta hjá teymunum þarf amk að tvöfaldast strax á þessu ári og stórefla þarf möguleika þeirra til að veita stuðning og meðferð, aðra en lyfjagjöf.
  2. Lögfesta þarf og innleiða heildstæða skráningu, upplýsingaaðgengi og eftirlit með greiningum og meðferð vegna ADHD og tryggja þannig faglegan og skilvirkan grundvöll fyrir alla þjónustu við fólk með ADHD – bæði hjá hinu opinbera og einkareknum þjónustum.
  3. Stórefla þarf fræðslu um ADHD og aðrar raskanir í grunnnámi kennara og meðal annars starfsfólks í skólum landsins, þannig að allir skólar geti tekist á við það hlutverk sitt að mæta þörfum allra barna í samræmi við þarfir hvers og eins.
  4. Efna þarf margítrekuð fyrirheit stjórnvalda og loforð allra stjórnmálaflokka um að niðurgreiða þjónustu sálfræðinga og annarra sambærilegra stétta.

Nú þarf að láta hendur standa fram úr ermum – tími aðgerða er löngu runninn upp!