Fræðsla dagsins

Tónsalir tónlistarskóli fékk í dag fræðslu um ADHD, að skilja og tengjast nemendum fyrir kennara.

ADHD samtökin bjóða uppá fræðslur og námskeið fyrir starfsfólk skóla og er ánægjulegt að bæta tónlistarskólum inn í flóruna. 

Aukinn skilningur og þekking alls starfsfólks skóla styður við bætta líðan og sterkari sjálfsmynd nemenda með ADHD.

Við hvetjum öll skólastig til að hafa samband adhd@adhd.is og kynna sér þær fræðslur sem í boði eru.