Hvað er ADHD? Ný kynningarmyndbönd ADHD samtakanna.

Hvað er ADHD? Jónas Alfreð Birkisson leitar svara í nýjum kynningarmyndböndum ADHD samtakanna.
Hvað er ADHD? Jónas Alfreð Birkisson leitar svara í nýjum kynningarmyndböndum ADHD samtakanna.
Hvað er ADHD? Geta dýr fengið ADHD? Er ADHD kannski ofurkraftur?
 
Í tilefni af alþjóðlegum vitundundarmánuði fólks með ADHD hafa ADHD samtökin látið gera ný kynningarmyndbönd um ADHD. Í þeim fer Jónas Alferð á stúfana og veltir fyrir sér ýmsum áleitnum spurningum um  ADHD. Hann ræðir við snillinga með ADHD og aðra sérfræðinga, sem miðla af reynslu sinni og þekkingu um ADHD. Í kynningarmyndböndunum munum við því sjá og heyra fjölbreyttar sögur af allskonar fólki (og fjórfætlingum) sem flestir ættu að geta lært eithvað af. 
 
Myndböndin verða birt, hvert af öðru á Facebook síðu ADHD samtakanna á næstu vikum, en nú þegar eru fjögur komin í loftið. Þar ræðir Jónas Alfreð við Björgvin Pál Gústavsson, handboltamann, Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, teiknara og rithöfund og Atla Má Steinarsson, fjölmiðlamann.
 
Kynningarmyndböndin eru unnin af Signýju Rós (handrit og leikstjórn) og Ástu Jónínu (kvikmyndataka) auk fjölda annarra sem þær stöllur fengu til liðs við sig. ADHD samtökin þakkar þeim öllum fyrir vel unnið verk!