14.10.2014
Við minnum á spjallfundinn fyrir fullorðna á morgun, miðvikudag 15. október. Elín Hoe Hinriksdóttir, sérkennari og formaður ADHD samtakanna leiðir fundinn en yfirskrift hans er "Að eiga maka með ADHD". Fundurinn verður að Háaleitisbraut 13 - 4.hæð og hefst klukkan 20:30. Allir velkomnir í kaffi og notalega stund án endurgjalds.
10.10.2014
ADHD samtökin efna til málþings um ADHD og fullorðna, föstudaginn 24. október 2014 á Reykjavík Natura Icelandair Hotels. Yfirskrift málþingsins er "Láttu verkin tala" og hefst það klukkan 12:30 og stendur til kl. 17:00.
09.10.2014
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar lagði síðdegis fram fyrirspurn á Alþingi um ADHD teymi Landspítala. Sigríður vill fá svör frá heilbrigðisráðherra um hvort hann hyggist tryggja áframhaldandi fjárveitingu til teymisins. Þá spyr Sigríður Ingibjörg hvað muni koma í stað teymisins ef starfsemin leggist af.
09.10.2014
Nýr fræðslubæklingur er nú kominn út hjá ADHD samtökunum en hann nefnist "Unglingar & ADHD". Höfundar hans eru Elín Hoe Hinriksdóttir sérkennari og Sólveig Ásgrímsdóttir sálfræðingur. Í bæklingnum eru upplýsingar um birtingarmyndir röskunarinnar, þróun einkenna, ADHD og nám, hegðunarvanda á unglingsárum, fíkniefnaneyslu og ADHD og samskipti foreldra og unglings.
08.10.2014
Meðferð við ADHD er afar góð fjárfesting, segir Dr. Ari Tuckman sálfræðingur en hann hefur sérhæft sig í ADHD. Fréttir bárust í gær þess efnis að leggja þyrfti ADHD teymi Landspítalans niður að óbreyttu. Fari svo er það í mótsögn við klínískar leiðbeiningar embættis landlæknis en þar er mælt með því að greiningarvinna sé unnin í þverfaglegu teymi starfsfólks sem sérhæft er í greiningu á ADHD.
07.10.2014
Íslensk þýðing bókar Dr. Ara Tuckman, "Understand your brain - Get more done" kom út á vegum ADHD samtakanna. Fyrsta eintak bókarinnar var afhent Ara við hátíðlega athöfn í Iðnó í dag. Bókin hefur hlotið nafnið "Leyndardómar heilans – Láttu verkin tala".
05.10.2014
Lína langsokkur tók í gær við fyrsta endurskinsmerki ADHD samtakanna en afhending merkisins markar upphaf alþjóðlegs ADHD vitundarmánaðar. Merkið var afhent strax að lokinni sýningu á leikritinu um Línu í Borgarleikhúsinu og voru allir þátttakendur í leikritinu viðstaddir.