ADHD og konur, vitund og valdefling.

Málþing ADHD samtakanna fer fram föstudaginn 11. október næstkomandi.

Yfirskriftin að þessu sinni er ADHD og konur, vitund og valdefling.

Tilvalið að láta sjá sig hvort sem þú mætir ein, með vinkonuhópnum eða samstarfsfélögum. Hvetjum einnig saumaklúbba, kvenfélög og aðra kvennahópa til að fjölmenna, fræðast og ekki síst hafa gaman saman.

Hér er komið frábært tækifæri til að fræðast og skilja áhrif ADHD á líf kvenna og hversu margslungin ADHD röskunin getur verið.

Málefnin eru fjölbreytt en eiga það öll sameiginlegt að fjalla um þær áskoranir sem fylgja ADHD hjá konum og hvernig þær geta með því að byggja á eigin styrkleikum stuðlað að aukinni vitund, valdeflingu og sjálfsmildi.

Meðal fyrirlesara eru:

Ragnhildur Þórðardóttir (Ragga nagli) sem fer yfir áhrif ADHD á matarræði.

Kristín Þórisdóttir kynlífs markþjálfi ræðir um ADHD og kynlíf.

Unnur Smári kynnir nýja rannsókn um tengsl ADHD við líkamlegra áhættuþætti og sjúkdóma.

Einnig verður fjallað um konur og refsivist.

Frekari upplýsingar og skráning hér

Facebook viðburður