Vel heppnuð fræðsla í Kópavogi

Endurmenntun og fræðsla fyrir nýtt skólaár er að fara á fullt og bauðst kennurum í Kópavogi að sitja námskeiðið ADHD og grunnskólinn. Það er eitt af fjölmörgum námskeiðum sem ADHD samtökin bjóða upp á og var það vel sótt. Þekking og skilningur á ADHD í skólakerfinu getur skipt sköpum fyrir líðan og árangur nemenda með ADHD. Samtökin bjóða einnig upp á sérsniðin námskeið og/eða styttri fræðsluerindi fyrir þá sem þess óska. Nánari upplýsingar veitir Jóna Kristín Gunnarsdóttir jonakristin@adhd.is