Október er alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður og í ár beinum við sjónum okkar að ADHD og konum. Markmiðið er að efla almenna vitund um ADHD, valdefla og auka skilning á ýmsum þáttum ADHD röskunarinnar. Þann 11. október nk. standa samtökin fyrir málþingi sem ber yfirskriftina Konur - vitund og valdefling. Þar verður fjallað um ADHD og konur út frá styrkleikum, valdeflingu og sjálfsmildi. Við hvetjum öll til að mæta, fræðast og hafa gaman með okkur.
Allar frekari upplýsingar og skráning á málþingið eru hér fyrir neðan:
Málþing ADHD samtakanna 2024
Facebook viðburður