Vel mætt í Þorlákshöfn

Yfir 40 mættu á fræðslufund um krefjandi hegðun barna og unglinga 10. september síðastliðinn sem ADHD samtökin í samvinnu við ADHD Suðurland stóðu fyrir. Fundurinn var í grunnskólanum á Þorlákshöfn. Katrín Ruth Þorgeirsdóttir ráðgjafaþroskaþjálfi og hegðunarráðgjafi sá um fræðsluna og svaraði spurningum frá fundargestum. ADHD samtökin í samvinnu við svæðarfélög sín standa fyrir fræðslu og spjallfundum um land allt og bjóða félagsmönnum sínum einnig valda fræðslu og spjallfundi í streymi.