Í gær héldu ADHD samtökin sumarhátíð sína í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Um 200 félagsfólk mætti á hátíðina og gat notið sín í blíðskapar veðrinu.
Heitt var á grillinu og boðið var upp á SS pylsur og drykki frá Ölgerðinni.
Skemmtileg dagskrá var fyrir börn á öllum aldri en Lalla töframann gekk um með blöðrur og ýmis töfrabrögð ásamt Því sem hann spilaði nokkur lög. Einnig var boðið upp á andlitsmálingu , krakkakarókí og listasmiðjan bauð upp á föndur fyrir alla fjölskylduna.
ADHD samtökin þakka öllum sem mættu og óskar félagsfólki sínu gleðilegt sumar.
Sjá má myndir frá viðburðinum hér að neðan:







