ADHD og svefn barna - spjallfundur í beinu streymi.
Miðvikudaginn 7. apríl kl. 20:30-22:00 stýrir Dr. Drífa B. Guðmundsdóttir, sálfræðingur umræðum um ADHD og svefnmál barna.
Spjallfundurinn verður haldinn í húsakynnum ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13, 4.hæð í Reykjavík - hámark 10 gestir!
Börn með ADHD upplifa mjög oft erfiðleika með svefn. Ástæðurnar geta verið margskonar og úrræðin sömuleiðis og er reynsla fólks mismunandi og einstaklingsbundin. Lyf hafa einnig ólík áhrif á einstaklinga hvað þetta varðar. Margar leiðir er þó hægt að fara og verða þær helstu kynntar og ræddar á þessu spjallfundi.
Fjölmennum, fræðumst og skiptumst á reynslusögum og skoðunum um líf með ADHD.