Staðnám/fjarnám: Fræðslunámskeið fyrir foreldra barna 13-18 ára með ADHD
04.03.2021
SKRÁNING STENDUR YFIR á hið sívinsæla fræðslunámskeið fyrir aðstandendur 13-18 ára barna með ADHD sem haldið verður í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13 í Reykjavík laugardagana 17. apríl og 24. apríl 2021 (sjá skipulag hér fyrir neðan).
Á námskeiðinu er lögð áhersla á að þátttakendur öðlist góðan skilning á hvað ADHD er og fái einföld og hagnýt ráð við uppeldi unglinga með ADHD. Námskeiðið hentar því vel fyrir alla nána aðstandendur unglinga með ADHD, mömmur, pabba, fósturforeldra, stjúpforeldra, ömmur, afa og aðra nána. Það er mikill kostur ef nánir aðstandendur geta tekið þátt í námskeiðinu. Þannig verður fjölskylduheildin enn sterkari.
Námskeiðið verður haldið í húsakynnum ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13, 4. hæð báða dagana.
Hægt verður einnig að taka þátt í námskeiðinu í gegnum fjarfundarbúnar og er stofnaður lokaður hópur á Facebook í því tilliti. Því er því ekkert til fyrirstöðu að taka þá hvar á landinu sem þú býrð.