Betra líf með ADHD - opinn spjallfundur með ADHD markþjálfa 20. janúar.
Betra líf með ADHD. ADHD samtökin bjóða upp á opinn spjallfund með ADHD markþjálfa um áskoranir daglegs lífs með ADHD og leiðir til að njóta þess, miðvikudaginn 20. janúar nk. kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal samtakanna að Háaleitisbraut 13 - 4. hæð og er ætlaður fullorðnum með ADHD og öllu áhugafólki um betra líf með ADHD.
Vegna COVID faraldursins verður sérstaklega gætt að sóttvörnum og fjöldatakmörkunum.
Daglegt líf með ADHD getur sannarlega verið áskorun. Á spjallfundinum skoðum við hvernig vinna má með þessar áskoranir daglegs lífs og jafnvel vekja gamla drauma til lífs! Við skellum á okkur linsum ADHD markþjálfunar og skoðum hvernig má takast á við ADHD og njóta þess. Umsjónarmaður fundarins er Sigrún Jónsdóttir, ADHD markþjálfi og stjórnarkona í ADHD samtökunum.
Með virkri þátttöku fundargesta gefst einnig gott tækifæri til að læra af reynslu annarra og heyra uppbyggjandi reynslusögur. Á fundinum verður einnig hægt að nálgast bæklinga samtakanna, bækur um ADHD og annað fræðsluefni. Við vekjum einnig athygli á upptökum af fræðslufundum frá vorinu 2020 sem nálgast nálgast hér og hlaðvarpi ADHD samtakanna, Lífið með ADHD.
Allir eru velkomnir, félagsmenn sem aðrir. Það verður heitt á könnunni og að sjálfsögðu kostar ekkert að taka þátt.
Spjallfundir ADHD samtakanna eru yfirleitt fyrsta og þriðja miðvikudag í hverjum mánuði og má sjá dagskrána framundan hér: Spjallfundir ADHD samtakanna.
Ef þú vilt ganga í ADHD samtökin, er hægt að gera það hér. Ganga í ADHD samtökin.
Hlökkum til að sjá ykkur!