Endurskinsmerki ADHD 2017 afhent
04.10.2017
Fjöldi viðburða er á dagskrá á vegum ADHD samtakanna nú í október, alþjóðlegum ADHD vitundarmánuði, líkt og fyrri ár. Nýtt endurskinsmerki ADHD kom út í dag og voru fyrstu merkin afhent nemendum í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Bók Sólveigar Ásgrímsdóttur, sálfræðings, Ferðalag í flughálku - Ungingar og ADHD kemur út síðar í mánuðinum. Í lok október efna ADHD samtökin svo til málþings um ADHD og ungmenni.