Fjölþætt þjónusta er veitt á TMF Tölvumiðstöð. Þar má nefna námskeið í tengslum við ýmis öpp fyrir iPad og námskeið í lausnum fyrir lesblinda. Ennfremur er veitt ráðgjöf í tengslum við tækni og notkun á tækni. Ráðgjöfin er fólki að kostnaðarlausu. TMF er að Háaleitisbraut 13.
RÁÐGJÖF Á TMF er veitt ráðgjöf í tengslum við tækni og notkun á tækni. Ráðgjöfin er fólki að kostnaðarlausu. Þeir sem leitað geta eftir ráðgjöf eru foreldrar barna sem þurfa stuðning, fatlað fólk og fagfólk. Sem dæmi um ráðgjöf má nefna leiðsögn í að finna öpp, forrit og búnað sem gagnast í námi, leik og þjálfun.
Best er að óska eftir ráðgjöf með því að senda tölvupóst á sigrun@tmf.is og gefa upp hvaða dagar vikunnar og tími dags hentar best að koma.
NÁMSKEIÐ Haldin eru námskeið reglulega um ýmsar tæknilausnir. Vinsæl námskeið hafa verið í tengslum við ýmis öpp fyrir iPad og námskeið í lausnum fyrir lesblinda.
Vefur TMF