Videóspjall: Að lifa með ADHD

ADHD samtökin sýna lokaþáttinn í seríunni  Comprehensive Guide, en hann fjallar um hvernig er að lifa með ADHD og hvað við getum gert til að gera lífið betra. Farið er yfir ýmis einkenni sem hafa áhrif á lífið, sambönd og hvernig aðstandendur upplifa sig í kringum fólk með ADHD .Sýningartími myndbandsins er 50 mínútur. 


 Fyrirkomulag videóspjallsins er með eftirfarandi hætti:
- Kynning
- Myndbandssýning
- Kaffihlé
- Umræður um efni myndar, Snorri Páll Haraldsson stýrir

Fundurinn hefst klukkan 20:00