ADHD fræðsla í Dalvíkurbyggð

Þann 12. október síðastliðinn fór fram öflug fræðsla um ADHD í Dalvíkurbyggð. Í samtarfi við ADHD samtökin fengu nemendur í 5. til 10. bekk fræðslu um ADHD og samskipti. Auk þess sóttu starfsfólk skóla og íþróttahúss fræðslu um ADHD og skólann þar sem farið var yfir mikilvægi þess að umhverfið tali í takt. Ekki síst fengu foreldrar og aðstandendur fræðslu um birtingamyndir ADHD, ADHD fókus og mikilvægi þess að byggja á styrkleikum til að vinna með áskoranir. Það er alltaf jákvætt þegar sveitarfélög og stofnanir vilja fræðast meira um ADHD og eftir því sem fleiri þekkja til röskunarinnar eykst skilningur og jákvæðni. ADHD samtökin fagna þessu mikilvæga framtaki hjá Dalvíkurbyggð og hlakka til að fylgjast með framhaldinu, ekki síst hvernig skólinn kemur til með að nýta sér þekkinguna.

Akureyri Fræðslufundur - Samskipti og samvinna heimilis og skóla.

Akureyri Fræðslufundur - Samskipti og samvinna heimilis og skóla. 11. október kl: 20:00 - 22:00 Sunnuhlíð 12, verslunarmiðstöð, gengið inn norðan megin. Hvernig getum við stuðlað að góðri samvinnu og jákvæðum samskiptum milli heimilis og skóla? Á þessum fræðslufundi verður farið yfir grunnatriðin um hvernig má bæta samskiptin og hvernig má sjá framför í námsárangri barna með ADHD. Fjallað verður meðal annars um: - Hvernig á að klára heimanámið? - Hvernig getur umhverfið stutt við jákvæða hegðun? - Óæskileg hegðun og viðbrögð til að draga úr henni. Eftir fræðsluna verður boðið upp á að spurja spurningar. Fræðslan er ætluð foreldrum barna á skólaaldri. Fyrirlesarar eru Jóna Krístín Gunnarsdóttir, hegðunarráðgjafi Hlekkur til að skrá sig sem félagsmaður: https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-adhd Hlekkur að facebook viðburðinum má finna hér

Leikskólinn og ADHD

Vefnámskeið sem er ætlað leikskólakennurum og öðru starfsfólki leikskóla sem vinna með börnum þar sem grunur leikur á ADHD eða greining liggur fyrir. Starfsfólk Frístundar í grunnskólum er einnig hvatt til að nýta sér þetta námskeið því námskrá leikskóla, þar sem áhersla er á nám í gegnum leikinn, er mjög líkt ákjósanlegu fyrirkomulagi Frístunda. Námskeið þetta gefur þátttakendum tækifæri á að efla þekkingu sína á ADHD og þeim eiginleikum og áskorunum sem því getur fylgt. Farið verður m.a. yfir skipulag kennslu, tól og tæki sem nýtast í kennslu og kenndar verða aðferðir sem geta dregið úr óæskilegri hegðun og styrkja æskilega hegðun með því að byggja á styrkleikum nemandans. Samskipti, samvinna og samræmd vinnubrögð sem koma að nemendum með ADHD geta skipt sköpum. Farið verður yfir leiðir til að eiga farsæl samskipti milli heimilis og skóla. Þess ber að geta að það sem virkar fyrir nemendur með ADHD virkar í flestum tilfellum fyrir aðra og því er fólk hvatt til að sækja sér þetta námskeið. Fyrirlesari: Katrín Ruth Þorgeirsdóttir, Ráðgjafarþroskaþjálfi og Hegðunarráðgjafi.

ADHD og náin sambönd

Á þessu spennandi nýja námskeiði munu Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir, ADHD markþjálfi og Anna Elísa Gunnarsdóttir félagsráðgjafi fara yfir allt það helsta sem tengist nánum samböndum og ADHD. Parasambönd geta verið margskonar, gefandi en á sama tíma krefjandi, og það á einnig við sambönd þar sem ADHD kemur við sögu. Markmið þessa námskeiðs er að auka gagnkvæman skilning á birtingarmyndum ADHD í parasambandi og skapa vettvang fyrir samtal og betri samskipti til að stuðla að bættum lífsgæðum. Á námskeiðinu öðlist þið dýpri þekkingu á ADHD, kostum þess og áskorunum. Við skoðum hvernig ADHD hefur áhrif á samskipti og daglegt líf og reifum leiðir til að styðja við báða einstaklinga í sambandinu. Á námskeiðinu fléttum við saman fræðslu, umræðum og verkefnavinnu ásamt dæmum úr daglegu lífi. Námskeiðið er opið öllum sem vilja auka vitneskju sína um ADHD og náin sambönd, bæði pör og einstaklingar velkomin. Námskeiðið fer fram daganna 1. og 8. nóvember, frá 19:30 til 22:00 og fer það fram í húsnæði Gerðubergs. Hægt er að skrá sig á námskeiðið hér Við sömuleiðis hvetjum þig til að ganga í samtökin hér  Öll velkomin!

Endurskinsmerki ADHD samtakanna - Athygli, já takk!

Október er alþjóðlegur vitundarmánuður fólks með ADHD. Í tilefni af mánuðnum munu ADHD samtökin vekja athygli á málefnum fólks með ADHD, en gera má ráð fyrir að hátt í 20.000 Íslendingar séu með ADHD - greint eða ógreint, börn og fullorðnir. Lýkur mánuðnum með alþjóðlegri afmælisráðstefnu samtakanna þann 27. október undir yfirskriftinni - Betra líf með ADHD. Venju samkvæmt eru endurskinsmerki ADHD samtakanna, teiknuð af Hugleiki Dagssyni seld í fjáröflunarskini fyrir samtökin í októbermánuði ár hvert og er þetta ein helsta fjáröflun samtakanna. Endurskinsmerkin eru seld víða um land, bæði í heimahúsum, á torgum og við fjölda sölustaða Bónus og í vefverslun ADHD samtakanna. Endurskinsmerki kostar kr. 1.500,- og rennur allur ágóði af sölunni til ADHD samtakanna. Nú er því rétti tíminn til að næla sér í endurskinsmerki fyrir fjölskylduna, enda skammdegið að skella á. Athygli - já takk!

Aðstandendanámskeið - unglingar 13-18 ára með ADHD

Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur 13-18 ára unglinga með ADHD verður haldið laugardagana 7. og 14. október í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13 í Reykjavík. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að þátttakendur öðlist góðan skilning á hvað ADHD er og fái einföld og hagnýt ráð við uppeldi unglinga með ADHD. Námskeiðið hentar því vel fyrir alla nána aðstandendur unglinga með ADHD, mömmur, pabba, fósturforeldra, stjúpforeldra, ömmur, afa og aðra nána. Það er mikill kostur ef allir nánustu aðstandendur geta tekið þátt. Hægt verður að taka þátt í námskeiðinu í gegnum Facebook hvar sem er á landinu en einnig verður námskeiðið haldið að Háaleitisbraut 13 í Reykjavík. Hægt er að lesa meira og skoða dagskrá námskeiðsins hér NÁMSKEIÐSVERÐ: Verð fyrir einstakling 34.000 kr. SKRÁNING HÉR Verð fyrir einstakling sem er félagsmaður ADHD 29.000 kr. SKRÁNING HÉR Verð fyrir tvo einstaklinga 44.000 kr. SKRÁNING HÉR Verð fyrir tvo einstaklinga þar sem annar aðili er félagsmaður ADHD 39.000 kr. SKRÁNING HÉR Félagsmenn í ADHD samtökunum fá afslátt af þátttökugjaldinu, en hægt er að ganga í samtökin á meðfylgjandi slóð - ganga í ADHD samtökin Einnig er hægt að hafa samband við ADHD samtökin, 581 1110 eða adhd@adhd.is

Vefnámskeiðið skólaumhverfið og ADHD - fyrir starfsfólk utan skólastofunnar

Frímínútur, matsalur, færsla í og úr tímum og fataklefar eru staðir sem nemendur með ADHD eiga hvað erfiðast með og í þessum aðstæðum aukast líkur á árekstrum. Skilningur og rétt viðbrögð starfsfólks skóla geta dregið úr slíkum atvikum og bætt líðan. Á þessu námskeiði er farið yfir birtingamyndir ADHD, hvernig hægt er með gagnreyndum aðferðum að draga úr óæskilegum uppákomum og styrkja sjálfsmynd nemenda með því að byggja á styrkleikum. Samskipti og samvinna þeirra sem koma að nemendum með ADHD geta skipt sköpum ásamt því að samræma viðbrögð. Þess má geta að það sem virkar fyrir nemendur með ADHD virkar í flestum tilfellum fyrir alla. hvetjum því alla sem starfa innan skólakerfisins að taka þátt. Fyrirlesari er Jóna Kristín Gunnarsdóttir grunnskólakennari og hegðunarráðgjafi.

Reykjavík spjallfundur - ADHD, lyf og ökutæki

Stjórnandi fundarins verður Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD samtakanna, en hann hefur verið í framlínu umræðunnar um ADHD lyf og akstur ökutækja. Einnig mun Anna Margrét Kristjánsdóttir lögfræðingur sitja fyrir svörum gesta. Á fundinum verður farið yfir röð atvika sem kom fram í fréttum fyrir stuttu um handtöku manns sem var á ADHD lyfjum undir stýri. Það eru margir sem geta tengt við þessa umræðu og bjóðum við öllum þeim sem vilja taka þátt í spjallinu og fræðast hjartanlega velkomin. Beint streymi fyrir félagsfólk á öllu landinu. Fundurinn verður haldinn á Háaleitisbraut 13, 4. hæð. Öll velkomin, félagsmenn og aðrir. Fundurinn verður haldinn 27. september kl. 20:00-22:00 Háaleitisbraut 13, 4.hæð Öll velkomin, félagsmenn og aðrir.

Webinar Understanding ADHD

For English-speaking adults and parents of children with ADHD The purpose of the webinar is to provide an overview and practical insight into attention deficit hyperactivity disorder in adults and children. The two-part webinar is designed to cater to participants with the necessary information and tools to better understand their ADHD or/and support their kids. The Two-Part webinar is two hours long each and takes place the next two saturdays.

Opið bréf til ráðherra og alþingismanna vegna tillagna ADHD samtakanna til breytinga á undanþáguákvæðum 8. og 9. mgr. 101. gr. umfl. nr. 77/2019

Á undanförnum árum, nánar tiltekið síðan ný umferðarlög nr. 77/2019 voru samþykkt og tóku gildi í upphafi árs 2020, hefur ítrekað komið fyrir að fólk með ADHD sem notar ADHD lyf hefur orðið fyrir óþægindum og jafnvel verið dæmt eða beitt viðurlögum fyrir ólöglegan akstur undir áhrifum lyfjanna, þrátt fyrir að þau séu tekin samkvæmt læknisráði. Ástæður þessa má rekja til ófullnægjandi og gallaðs orðalags undanþáguákvæðis, sbr. 8. og 9. mgr. 101. gr. umfl. nr. 77/2019 sem heimilar undanþágu frá viðurlögum vegna aksturs undir áhrifum lyfja, sem annars eru bönnuð á íslensku forráðasvæði, sbr. viðauki 1 í reglugerð nr. 233/2001. Ökumaður þarf að uppfylla öll þau skilyrði samkvæmt ákvæðinu svo undanþágan eigi við. Eitt af skilyrðum er að ökumaður hafi læknisvottorð meðferðis við stjórn ökutækis, þar sem fram kemur að hann þurfi að neyta þeirra lyfja sem í blóði hans mælast og sé þrátt fyrir það fær um að stjórna ökutæki örugglega. Ef efni eða lyf mælast í blóði ökumanns sem ekki hefur á sér fyrrnefnt læknisvottorð, en uppfyllir að öðru leyti öll önnur skilyrði, er hann talinn sekur um akstur undir áhrifum bannaðra efna í blóði. Í kæruferli hefur jafnframt borið við að lögreglan neiti alfarið að taka við slíku læknisvottorði eða öðrum gögnum sem staðfesta lyfjameðferð viðkomandi. Þetta ófremdarástand hefur nú varað í hálft fjórða ár. Ástandið er með öllu óásættanlegt og nauðsynlegt að löggjafinn taki þetta til endurskoðunar tafarlaust. ADHD samtökin hafa á liðnum árum leitað leiða til að bregðast við ástandinu, enda hafa fjölmörg mál ratað á borð samtakanna þessu tengt. Ítarleg fyrirspurn til Ríkislögreglustjóra var loks svarað eftir 10 mánuði, með fyrirslætti af ýmsu tagi og tilvitnun í dómafordæmi sem hverjum má ljóst vera að tengjast málum þar sem klárlega var um misnotkun á fíkniefnum og/eða lyfjum að ræða. Umfangsmikil rannsóknarvinna á íslenskum lögum, dómum og lagaumhverfinu í nágrannalöndum okkar, hefur leitt okkur að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt er að breyta núgildandi umferðarlögum, setja reglugerð á grundvelli þeirra, sbr. 6. mgr. 48. gr. umfl. nr. 77/2019, breyta verklagi lögreglunnar sem og setja skýra verkferla þar að lútandi með formlegum hætti hvað varðar fólk sem notar lyf vegna ADHD samkvæmt læknisráði.