Atvinna og ADHD - nýr fræðslubæklingur.

Út er kominn hjá ADHD samtökunum, fræðslubæklingurinn Atvinna og ADHD - leiðarvísir fyrir fólk með ADHD, stjórnendur og allt samstarfsfólk einstaklinga með ADHD, sem vill ná árangri í atvinnulífinu.

Opnir spjallfundir um ADHD í Vestmannaeyjum - undirbúiningur jóla.

Reglulegir opnir spjallfundir um ADHD hefja nú gögnu sína í Vestmannaeyjum. Fyrsti spjallfundurinn í Vestmannaeyjum verður þann 28. nóvember nk. en þá verður fjallað um undirbúning jóla og ADHD.

ADHD og lyf - opinn spjallfundur í Reykjavík.

ADHD samtökin bjóða upp á opinn spjallfund, um ADHD og lyf, í kvöld, miðvikudaginn 20. nóvember nk. kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal samtakanna að Háaleitisbraut 13 - IV. hæð og er ætlaður fólki með ADHD og foreldrum, forráðamönnum og nánum aðstandendum barna og ungmenna með ADHD.

ADHD og systkini - opinn spjallfundur á Akureyri.

ADHD Norðurland stendur fyrir opnum spjallfundi á Akureyri, um ADHD og systkini, í kvöld, fimmtudaginn 14. nóvember kl. 20:00. Fundurinn er ætlaður fólki með ADHD og foreldrum, forráðamönnum og nánum aðstandendum barna og ungmenna með ADHD. Gott væri ef hægt væri að vekja athygli á viðburðinum í þínum miðli.

Spjallfundur fellur niður í kvöld!

Spjallfundur fellur niður i kvöld. Vegna veikinda, verður því miður að fella niður spjallfundinn sem átti að vera í kvöld, miðvikudaginn 6.11. kl. 20:30. Næsti fundur verður 20.11. um lyf og ADHD.

Hvað gera ADHD samtökin og hvernig gerum við lífið betra?

ADHD Norðurland stendur fyrir opnum spjallfundi á Akureyri, um starfsemi ADHD samtakanna og betri lífsgæði fyrir fólk með ADHD, í kvöld, fimmtudaginn 17. október kl. 20:00. Fundurinn er ætlaður fólki með ADHD og foreldrum, forráðamönnum og nánum aðstandendum barna og ungmenna með ADHD.

ADHD og einelti - opinn spjallfundur.

ADHD og einelti. ADHD samtökin bjóða upp á opinn spjallfund, um ADHD og einelti, í kvöld, miðvikudaginn 16. október nk. kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal samtakanna að Háaleitisbraut 13 - IV. hæð og er ætlaður fólki með ADHD og foreldrum, forráðamönnum og nánum aðstandendum barna og ungmenna með ADHD.

Þú vinnur með ADHD - Málþing ADHD samtakanna 1. nóvember.

ADHD samtökin efna til málþings á Grand Hótel, föstudaginn 1. Nóvember nk. um ADHD og vinnumarkaðinn. Yfirskrift málþingsins er „Þú vinnur með ADHD“.

Taktu stjórnina! Fræðslunámskeið fyrir fullorðna með ADHD

Skráningu er að ljúka á hið sívinsæla námskeið ADHD samtakanna, Taktu stjórnina - fræðslunámskeið fyrir fullorðna með ADHD. Námskeiðið stendur í 10 klukkustundir - fimm skipti, 2 klukkukstundir í senn og það hefst þriðjudaginn 5. nóvember nk. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður - fyrstur kemur, fyrstur fær!

ADHD Eyjar - Stofn- og spjallfundur.

ADHD Eyjar boða til opins fræðslu- og spjallfundar um ADHD og hvernig bæta megi lífsgæði fólks með ADHD í Vestmannaeyjum. Með fundinum á morgun, þriðjudaginn 15. október kl. 20:00 hefst formlegt starf ADHD Eyjar.