Að ná fram því besta með ADHD!
06.03.2023
Næstkomandi fimmtudag fer Jóna Kristín Gunnarsdóttir grunnskólakennari og hegðunarráðgjafi yfir hvernig einstaklingar með ADHD og aðstandendur þeirra geta aukið þekkingu og skilning á ADHD en það hefur bein áhrif á líðan og lífsgæði. Hvernig virkjum við ADHD fókusinn og nýtum þau úrræði sem eru í boði.
Fundurinn verður fimmtudaginn 9. mars klukkan 20.00 í fundarherbergi íþróttamiðstöðvarinnar.
Mætum og bjóðum vinum með og byggjum upp öflugt ADHD samfélag á Íslandi
Skráðu þig á viðburðinn á Facebook og fáðu áminningu: https://fb.me/e/13rgjk3TA
Hægt er að ganga í ADHD samtökin á meðfylgjandi síðu: https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-beintengt