Spjallfundur fyrir foreldra í kvöld: Hegðunarvandi og neysla

ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund í kvöld, miðvikudaginn 14. mars 2018 kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal að Háaleitisbraut 13 - IV.hæð og er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna með ADHD. Yfirskrift fundarins er "Hegðunarvandi og neysla". Umsjón hefur Sólveig Ásgrímsdóttir. Allir eru velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Spjallfundur í kvöld - Styrkleikar og áskoranir ADHD

ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund í kvöld, miðvikudaginn 28. febrúar 2018 kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal að Háaleitisbraut 13 - IV.hæð og er ætlaður fullorðnum með ADHD. Yfirskrift fundarins er "ADHD - Styrkleikar og áskoranir". Umsjón hafa Hákon Helgi Leifsson og Elín Hoe Hinriksdóttir. Allir eru velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Lærðu að láta þér líða vel - Ný bók fyrir krakka

"Lærðu að láta þér líða vel og vera í jafnvægi" er heiti á bók sem Skrudda hefur gefið út. Bókin er sérstaklega skrifuð fyrir krakka sem eiga erfitt með tilfinningastjórnun en glíma e.t.v. líka við áhyggjur, hvatvísi, vanlíðan, lítið sjálfstraust og ónóga samskiptafærni. Bókin er eftir Kathleen G. Nadeau og Judith M. Glasser en Gyða Haraldsdóttir íslenskaði. Bókin er til sölu hjá ADHD samtökunum.

Spjallfundur í kvöld - ADHD og samskipti systkina

ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund í kvöld, miðvikudaginn 14. febrúar 2018 kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal að Háaleitisbraut 13 - IV.hæð og er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna með ADHD. Yfirskrift fundarins er "ADHD og samskipti systkina". Umsjón hefur Drífa Björk Guðmundsdóttir. Allir eru velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Taktu stjórnina - Skráning hafin

ADHD samtökin bjóða á ný upp á fræðslunámskeið og ráðgjöf fyrir fullorðna með ADHD. Námskeiðið nefnist "Taktu stjórnina" og stendur í 10 klukkustundir. Námskeiðið hefst mánudaginn 26. febrúar 2018 og lýkur mánudaginn 12. mars 2018. Skráning er hafin á vef samtakanna en fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Verð er kr. 34.500,-

Hvað er með þetta ADHD? Fræðsla í tengslum við Sálfræðiþing

Sálfræðingafélags Íslands, stendur í kvöld fyrir opnum fræðslufyrirlestri fyrir almenning undir yfirskriftinni "Hvað er með þetta ADHD?" Sálfræðingarnir Dagmar Kristín Hannesdóttir og Sigurlín Hrund Kjartansdóttir fjalla um helstu einkenni ADHD hjá börnum og fullorðnum. Þær munu kynna árangursríkar leiðir, gefa hagnýt ráð sem geta bætt lífsgæði og líðan og leiðbeina um hvert hægt er að leita þegar aðstoðar er þörf. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Fræðsla hefst kl. 20 og lýkur kl. 21:30.

GPS námskeið fellur niður

Fyrirhugað GPS sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir stelpur fellur niður vegna dræmrar þátttöku.

Spyr um vinnu starfshóps um þjónustu við börn með ADHD

Hver var afrakstur starfshóps um meðferð og þjónustu við börn með athyglisbrest og ofvirkni (ADHD) og skyldar raskanir sem skipaður var af heilbrigðisráðherra 27. maí 2016? Þannig spyr Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Viðreisnar og formaður flokksins. Í fyrirspurn Þorgerðar til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra er ennfremur spurt hvers vegna starfshópurinn hafi ekki skilað og hvort ætlunin sé að kalla hópinn saman til að ljúka verkefninu.

Ávísun og afgreiðsla ADHD lyfja - Breytingar taka gildi 3. apríl 2018

Ný reglugerð um ávísun eftirritunarskyldra lyfja, þar með talið ADHD lyfja, tekur gildi 3. apríl 2018. Samkvæmt reglugerðinni verður heimilt að ávísa allt að 12 mánaða magni lyfja í hvert sinn en að hámarki má afgreiða til sjúklings allt að 30 daga skammt í senn, nema aðrar takmarkanir gildi. Óheimilt er að ávísa ADHD lyfjum [metýlfenídat] nema fyrir liggi lyfjaskírteini fyrir viðkomandi sjúkling frá Sjúkratryggingum Íslands.

Spjallfundur í kvöld: ADHD og fjármál

ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund í kvöld, miðvikudaginn 31. janúar 2018 kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal að Háaleitisbraut 13 - IV.hæð og er ætlaður fullorðnum með ADHD. Yfirskrift fundarins er "ADHD og fjármál". Umsjón hefur Haukur Hilmarsson. Allir eru velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.