Spjallfundir á nýju ári

Tímasetningar spjallfunda ADHD samtakanna á nýju ári liggja nú fyrir en alls verða 10 spjallfundir fram til vors. Fyrsti fundurinn verður miðvikudaginn 22. janúar og hefst hann klukkan 20:30.


22. janúar 2014 Spjallfundur fyrir foreldra og forráðamenn: Dagleg rútína
Sigríður Stephensen Pálsdóttir félagsráðgjafi leiðir fundinn


29. janúar 2014 Spjallfundur fyrir fullorðna: ADHD og fjármál
Vilhjálmur Hjálmarsson leikari og fullorðinn með ADHD leiðir fundinn


12. febrúar 2014 Spjallfundur fyrir foreldra og forráðamenn: Samskipti við skóla
Björk Þórarinsdóttir formaður ADHD samtakanna leiðir fundinn


26. febrúar 2014 Spjallfundur fyrir fullorðna: ADHD og nám
Elín Hoe Hinriksdóttir sérkennari og varaformaður ADHD samtakanna leiðir fundinn


12. mars 2014 Spjallfundur fyrir foreldra og forráðamenn: ADHD og frístundir
Sigurvin Lárus Jónsson prestur og foreldri barns með ADHD leiðir fundinn


19. mars 2014 Spjallfundur fyrir fullorðna: ADHD og frístundir
Elín Hoe Hinriksdóttir sérkennari og varaformaður ADHD samtakanna leiðir fundinn


02. apríl 2014 Spjallfundur fyrir foreldra og forráðamenn: ADHD og systkini
Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir sálfræðingur leiðir fundinn


09. apríl 2014 Spjallfundur fyrir fullorðna: ADHD og makar
Elín Hoe Hinriksdóttir sérkennari og varaformaður ADHD samtakanna leiðir fundinn


07. maí 2014 Spjallfundur fyrir foreldra og forráðamenn: Lyf eða lyfjaleysi
Elín Hrefna Garðarsdóttir geðlæknir leiðir fundinn


14. maí 2014 Spjallfundur fyrir fullorðna: Lyf eða lyfjaleysi
Elín Hrefna Garðarsdóttir geðlæknir leiðir fundinn

Allir fundirnir verða í húsakynnum ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, IV.hæð og hefjast þeir klukkan 20:30