Fidget Spinners væntanlegir

Hinir vinsælu Fidget Spinners eða snerlar eru uppsedir hjá ADHD samtökunum en verða væntanlega komnir í hús á morgun föstudag eða mánudag. Átján mismunandi tegundir eru væntanlegar og verða til sölu á vef ADHD. Með kaupum á Fidget Spinners af ADHD samtökunum slá menn tvær flugur í einu höggi, næla sér í skemmtilegt fiktleikfang og styðja um leið við starfsemi ADHD samtakanna.

Síðasti spjallfundurinn á vorönn í kvöld

ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund í kvöld, miðvikudaginn 10. maí 2017 kl. 20:30, fyrir fullorðna, að Háaleitisbraut 13. Yfirskrift fundarins er "ADHD og lyf" og hefur Vilhjálmur Hjálmarsson umsjón með fundinum. Þetta er síðasti spjallfundur vorannarinnar. Allir velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Spjallfundur í kvöld - ADHD og lyf

ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund í kvöld miðvikudaginn 3. maí 2017 kl. 20:30, fyrir foreldra og forráðamenn, að Háaleitisbraut 13. Yfirskrift fundarins er "ADHD og lyf" og eru umsjónarmenn Elín Hrefna Garðarsdóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson. Allir velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Villandi upplýsingar í lyfjagagnagrunni Landlæknis

Ingunn Björnsdóttir dósent í félagslyfjafræði við Háskólann í Osló segir að lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins sé meingallaður og gefi rangar upplýsingar um lyfjanotkun, sem geti stefnt lífi sjúklinga í hættu. Fréttastofa Stöðvar 2 fjallaði um málið í kvöld. Ingunn segir að þrátt fyrir að vitað hafi verið um gallann í mörg ár hafi ekki verið brugðist við honum og því megi einnig draga í efa fullyrðingar um að Íslendingar eigi heims- og Norðurlandamet í notkun ýmissa lyfja.

Spjallfundur miðvikudag 26.apríl - Tæk - Tækni - Öpp

ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund fyrir fullorðna, miðvikudaginn 26. apríl 2017 kl. 20:30. Fundurinn verður að Háaleitisbraut 13, Reykjavík og er yfirskrift hans "Tæki - Tækni - Öpp". Ólafur Kristjánsson, forsvarsmaður netkennsla.is leiðir fundinn og kynnir tækni sem hjálpað getur við skipulagningu. Allir velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Gleðilega páska - Opnum á ný 18. apríl

Skrifstofa ADHD samtakanna verður lokuð frá og með 13. apríl. Við opnum á ný klukkan 13, þriðjudaginn 18. apríl. Starfsfólk ADHD óskar landsmönnum gleðilegrar páskahátíðar.

Spjallfundur í kvöld - Unglingar og fíkn

ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund í kvöld, miðvikudaginn 5. apríl 2017 kl. 20:30, fyrir foreldra og forráðamenn, að Háaleitisbraut 13. Yfirskrift fundarins er "Unglingar og fíkn" og er umsjónarmaður Sólveig Ásgrímsdóttir. Allir velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Ég er UNIK - Fríar e-bækur 2.apríl

Í tilefni af Alþjóðadegi einhverfra býður egerunik.is öllum að útbúa fríar e-bækur (rafrænar bækur) á www.egerunik.is. Gjafakóðinn er 2april17 og gildir hann frá kl. 08:00 að morgni 2.apríl til miðnættis. Það er því um að gera að klára bókina í tæka tíð.

Spyr um villur í lyfjagagnagrunni landlæknis

Hvernig er háttað villuprófun og almennri gæðavöktun á lyfjagagnagrunni embættis landlæknis ? Hvaða skýringar eru á ofskráningu á ávísunum á amfetamíntöflum í lyfjagagnagrunninum á tilteknu tímabili og hvers vegna var því máli lokað án fullnægjandi skýringa? Þannig spyr Smári McCarthy, þingmaður Pírata Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra. Tilefnið er villa sem uppgötvaðist í lyfjagagnagrunni landlæknis. Fyrirspurninni verðuu að óbreyttu svarað munnlega á Alþingi í dag, mánudaginn 27. mars.

Sumarbúðir fyrir 10-12 ára stelpur og stráka með ADHD

Skógarmenn KFUM í samstarfi við ADHD samtökin bjóða líkt og fyrri ár, upp á sumarbúðir fyrir 10-12 ára drengi með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir. Þá bjóða sumarbúðir KFUM og KFUK í Kaldárseli upp á fimm daga dvöl í sumarbúðunum fyrir 10-12 ára stúlkur með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir. Flokkurinn nefnist Stelpur í stuði. Skráning stendur yfir í báða flokka.