Velferðarráðherra er spurður um niðurgreiðslur lyfja við ADHD til handa fullorðnum

Fréttin er tekin af vef Svipunnar í dag 21.12.2012. Sjá hér: http://www.svipan.is/?p=1421

Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar og frambjóðandi Dögunar, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til velferðarráðherra um lyf við ADHD, meðal annars um með hvaða hætti sé fyrirhugað að skera niður lyfjakostnað ríkisins vegna lyfja við ADHD.

Fyrirspurnin er svohljóðandi:

1.     Með hvaða hætti er fyrirhugað að skera niður lyfjakostnað ríkisins vegna lyfja við ADHD?

2.     Hve mikið er áformað að sparist við fyrirhugaðan niðurskurð og er gert ráð fyrir því að greiðsluþátttaka sjúklinga aukist?

3.     Hvernig skiptist kostnaðurinn nú milli ríkis og sjúklinga og hvernig mun hann skiptast að niðurskurði loknum?

4.     Hversu hátt hlutfall sjúklinga er talið ranglega greint með ADHD eða ofgreint?

5.     Hversu hátt hlutfall sjúklinga er talið misnota lyf við ADHD? Hvernig er sú niðurstaða fengin?

6.     Hversu hátt hlutfall lækna er talið gefa út lyfseðla á röngum forsendum?