Mikilvægt er fyrir nemendur með ADHD að nýta sér öll sérúrræði sem eru í boði og vekja samtökin sérstaka athygli
á námsráðgjöfum í skólum. Gott ráð til nemenda, sama á hvaða aldri þeir eru, að byrja á því nú
í upphafi skólaárs að panta sér tíma hjá námsráðgjafa. Fyrir framhaldsskólanemendur getur oft verið gott að fá
foreldri með á fund til námsráðgjafa eða einhvern sem er nemandanum stuðningur út skólaárið.
Endilega kynnið ykkur þau sérúrræði sem eru í boði svo sem lengri próftími eða skiptur próftíma þ.e. að
fá að taka prófið í tveimur hlutum. Aðstoð við námsskrá og skipulag. Sumum hentar betur að vera í hluta námi. Kannið
aðstoð með verkefni, einhverjir skólar bjóða upp á verkefnatíma þar sem kennari er til staðar og leiðbeinir. Sumir skólar
bjóða upp á ýmis námskeið svo sem sjálfstyrkinganámskeið, fyrirlestur um prófkvíða, hugkortafyrirlestur og ýmis konar
vinnustofur og margt fleira.
Þess ber einnig að geta að fræðsluskylda nær nú til 18 ára aldurs og ef nemendur 18 ára og yngri fá ekki inni í
framhaldsskólum eða njóta ekki þess stuðnings í námi sem ber að veita samkvæmt nýrri aðalnámskrá, þá
má hugsanlega leita úrræða hjá menntamálaráðuneytinu.