Hvatningarverðlaun ADHD samtakanna eru veitt hverjum þeim sem með mikilsverðum hætti hefur lagt sitt fram til bæta lífsgæði fólks með ADHD á Íslandi. Verðlaunin má veita til einstaklinga, félagasamtaka, stofnanna, fyrirtækja eða hverskyns lögaðila.
Stjórn samtakanna veitir verðlaunin en óskar eftir tilnefningum frá félagsmönnum ADHD samtakanna. Tilnefna má einn eða fleiri, einstakling, félagasamtök, stofnun, fyrirtæki eða hverskyns lögaðila. Stuttur texti með rökstuðningi þarf að fylgja með. Ef tilnefna á fleiri en einn aðila er farið aftur í gegnum upphaflega hlekkinn sem er að finna hér: https://forms.gle/kehPmyomd8xnMFy59
Frestur til að skila inn tilnefningum er til 1. september á meðfylgjandi formi. Farið verður með allar tilnefningar sem trúnaðarmál.