Allir sem hlaupa fyrir ADHD samtökin á 35 ára afmælinu fá hlaupabol að gjöf!
Betra líf með ADHD - hlaupum fyrir ADHD samtökin á 35 ára afmæli samtakanna!
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram laugardaginn 19. ágúst 2023 og skráningar í hlaupið eru komnar á fullt. Áheitasöfnun hlauparanna er í ár líkt og áður gríðarlega mikilvægur líður í fjáröflun ADHD samtakanna. ADHD samtökin hafa í gengum tíðina notið góðs af frábærum hópi fólks sem hefur hlaupið undir nafni samtakanna og verið hluti af #TeamADHD og við fögnum hverjum nýjum þátttakanda.
Í ár fagna ADHD samtökin 35 ára starfsafmæli. Yfirskrift afmælisársins er Betra líf með ADHD í 35 ár!
Allir sem hlaupa fyrir ADHD samtöin fá flottann hlaupabol frá samtökunum sem þakklætisvott. Þegar þú hefur skráð þig í Team ADHD á hlaupastyrkur.is getur þú sent okkur póst á adhd@adhd.is og valið hvaða bol þú vilt - margar tegundir eru í boði.
Í 35 ár hafa ADHD samtökin unnið markvisst að því að einstaklingar með ADHD og skyldar raskanir og fjölskyldur þeirra, mæti skilningi í samfélaginu, fái stuðning, styrk og þjónustu sem stuðlar að félagslegri aðlögun, auknum möguleikum í námi, leik og starfi og almennt bættum lífsgæðum.
Þjónusta ADHD samtakanna er til reiðu fyrir alla landsmenn en í samtökunum eru yfir 4000 einstaklingar og fölskyldur. Félagsaðild gildir fyrir alla fjölskylduna, enda eru oft margir í sömu fjölskyldu með ADHD. Hægt er að skrá sig í samtökin hér - Ganga í ADHD samtökin.
Milli 20.000 og 30.000 einstaklingar eru með ADHD á Íslandi í dag, börn og fullorðnir og mjög margir hafa ekki fengið greiningu eða úrræði við hæfi sem gætu stórbætt lífsgæði og dregið verulega úr ýmsum samfélagslegum kostnaði; brottfalli úr skólum, vímuefnanotkun, einelti, örorku, lyfjanotkun og ýmiskonar heilbrigðisvanda.
ADHD samtökin veita félagsmönnum, öllum almenningi, opinberum stofnunum og fagfólki ýmiskonar ráðgjöf, fræðsluefni og upplýsingar, öllum að kostnaðarlausu og standa jafnframt fyrir öflugu námskeiðahaldi, fræðslufundum og útgáfustarfsemi.
Með þínum stuðningi viljum við og getum við, eflt þetta starf enn frekar - öllum til heilla.
Við skorum því á velunnara félagsins, félagsmenn sem aðra, að hlaupa fyrir ADHD samtökin og/eða heita á þá sem hlaupa fyrir samtökin og með þeim hætti, hvetja okkar vösku sveit til dáða og efla starsemi samtakanna. Hér má sjá hverjir hlaupa fyrir ADHD samtökin í ár - TEAM ADHD
Allir með - #teamADHD #snillingar #takkADHD
Hægt er að fræðast og fylgjast með starfi ADHD samtakanna á heimasíðunni og á Facebook.
Vertu með í #TeamADHD - styðjum Betra líf með ADHD í 35 ár!