Stofnfundur ADHD Suðurlands

Síðastliðinn fimmtudag var haldinn stofnfundur ADHD Suðurland í barnaskóla Eyrarbakka og Stokkseyrar á Stokkseyri. Á fundinum fengu gestir stuttan fyrirlestur um nám og ADHD frá Jónu Kristínu Gunnarsdóttur, kennara og varaformans ADHD samtakanna. Bjartur Ingason fræddi okkur líka um sína reynslu um af því að fara í gegnum skólakerfið með ADHD.

Bjartur er 22 ára starfsmaður á leikskóla og námsmaður og hefur sterka sögu af því hversu mikilvægt er að hafa stuðning að heiman fyrir ADHD einstaklinga í námi. Dagskrá vetrarins var kynnt en áætlað er að halda að lámarki 4 fundi á Suðurlandi í vetur og að fundirnir verði haldnir til skiptis í þéttbýliskjörnum svæðisins.

Næsti fundur ADHD Suðurlands er áætlaður í Nóvember og verður haldinn á Selfossi.

 

Jóna Kristín Gunnarsdóttir, varaformaður ADHD samtakanna fræðir okkur um hvernig á að læra heima án þess að gubba. 

 


Bjartur Ingason segir okkur af sinni reynslu af því að fara í gegnum skólakerfið með ADHD.